Monday, July 20, 2009

Ný tegund endurvinnslu

Nú er ég búin að uppgötva nýja tegund af endurvinnslu. Það er að endurvinna peysur. Ekki peysuna sem slíka heldur rekja hana upp og nýta garnið upp á nýtt. Ég sá grein um þetta í bresku prjónablaði sem ég keypti mér og fannst þetta ferlega sniðugt. Ég fór því og skoðaði gamlar peysur af mér sem ég hafði ekki tímt að henda því garnið var flott (en sniðið algjörlega úr tísku). Ég á 3 peysur sem ég get rakið upp og er hálfnuð með að rekja eina þeirra upp og er fyrir vikið að eignast þetta fína, hvíta bómullargarn. Galdurinn í þessu er að peysan sé prjónuð í sniði en ekki sniðin úr stykki. (vá smá heilabrjótur kanski eins og ég orða þetta). Ef peysan er prjónuð eftir sniði eru jaðrarnir heilir og því hægt að rekja hana upp. Ef hún er sniðin úr stranga eru jaðrarnir klipptir og því hver umferð stuttur þráður. Það er hægt að þekkja þessar peysur á því hvernig þær eru saumaðar saman. Heilar peysur eru með beinum saumi eða lykkjusaumi en sniðnar peysur eru ovelokkaðar. Svo nú er bara að skoða gömlu peysurnar sínar!!!!!

No comments:

Post a Comment