Sunday, August 23, 2009

Meira af kláruðum hlutum

Ég ákvað að setja inn myndir af fleiri hlutum sem ég hef klárað. Þetta er fínt bókhald utan um það sem ég er búin að gera.

Þetta sjal prjónaði ég handa mömmu og gaf í jólagjöf. Það er frábært yfir axlirnar þegar það er kalt úti. Ég lét nælu fylgja með því og er það nælt saman með henni. Við það verður sjalið flottara en ef það væri bundið saman. Ég gerði alveg eins handa mér en bara rautt.

Hér er Herdís BIrna í íkornapeysunni sem ég gerði. Hún var verulega fín en hvarf úr tjaldinu okkar í einni útilegunni. Vonandi hefur eitthvert annað barn getað notað hana.

Þetta er dóttirin með bleiku risaeðluna. Hún er prjónuð úr næstum því sjálflýsandi bleiku garni. Sonurinn fékk eina alveg eins nema neongræna og ekki með slaufu.

Hér er Darri í risaeðlupeysunni sem ég prjónaði handa honum. Það var ótrúlega gaman að gera hana og mikil áskorun þvi engar 2 línur í munstrinu eru eins.

Þetta jólatré bjó ég til þegar hópur af samstarfsfólki hittist til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það fer upp í byrjun desember á hverju ári og er alltaf jafn fínt.

Þessa slá prjónaði ég handa HB í kennaraverkfallinu.

Ég mátti til með að setja þessa með af HB og vinkonu hennar. HB er í slá sem ég heklaði handa henni þegar þær voru sem mest í tísku.


Hér er ég með húfu sem ég prjónaði á mig og með trefil sem ég heklaði mér síðasta vetur. Hann er ótrulega þægilegur.

2 comments:

  1. Glæsilegt allt saman. Svo verð ég bara að taka mynd af vettlingunum og bangsanum og senda þér :)

    ReplyDelete