Wednesday, June 9, 2010

Fullt búið

af prjónadóti. Nú er orðið svo langt síðan ég setti eitthvað inn að ég er búin að klára nokkur stykki síðan. Fyrst má nefna norska peysu sem ég gerði á HB. Hún valdi munstur og liti sjálf.

Mér finnst peysan ferlega falleg og vel valin hjá henni. Svo var líka mjög gaman að prjóna hana enda var ég ekki nema rúman mánuð með hana.

Ég bjó til nokkrar prjónanælur. Þegar maður er orðin svona mikil prjónakona er ekki lengur hægt að nota garn til að merkja fyrir útaukningum eða öðru. Guðný sem er með mér í handavinnusaumaklúbbi kenndi mér að búa til svona nælur. Það er verst hvað myndin er léleg en myndavélin yfirlýsir svo mikið að litirnir sjást ekki almennilega. Svo var ég að reyna að dekkja myndina í tölvunni og það fór ekkert sérstaklega vel.


Karen er búin að fá húfu við peysuna sína. Kötturinn er sá forvitnasti sem ég veit um og má ekki missa af neinu. Hann stakk sér inn í mynd um leið og ég smellti af.

Þetta er klassískt húfusnið og ég er að hugsa um að setja það inn á vefinn. Það sem mér finnst svo gott við það er að það lokar vel á eyrun. Svo er bara að stilla lykkjufjöldann af þannig að munstrið passi við. Ég notaði sama munstur og er neðst á peysunni sem húfan er við og það kom bara vel út.


Þetta er ekki búið. Eitt stykki klassískt sjal er líka tilbúið. Maður verður að hafa eitthvað að prjóna við sjónvarpið og hvað er betra en sjal?

Ég bara spyr?


Jú, það er líka ferlega fínt að prjóna lopapeysu fyrir framan sjónvarpið. Kanski ekki akkúrat munsturbekkinn en allt þetta einlita er fínt að prjóna fyrir framan TV svo það verði ekki leiðinlegt.

Gunni fékk þessa fínu peysu svo nú er hann kominn í eina sem er ekki trosnuð framan á ermunum, neðan á kanntinum og í hálsmálinu.

En þetta er ekki búið því ég gerði líka vesti sem ég hannaði alveg sjálf, gerði prufu og reiknaði út.
Það var náttúrulega líka gaman. Garnið er ótrúlega flott enda blanda af merinoull og silki. Svo er það sjálfmunstandi svo ég þurfti bara að prjóna án þess að hugsa.

Þá er upptalið það sem ég er búin að vera að gera undanfarið. En ......

það er ekki hægt að vera aðgerðarlaus svo ég byrjaði í gær á sokkum sem ég byrja á tánni. Ég er að prófa að gera þá án þess að nota munstur. Það verður spennandi að sjá hvernig fer...

3 comments:

  1. Vá hvað þú ert dugleg. Mjög fallegar flíkur og nælur.
    Nú eru bara ca 3 vikur í að við hittumst :)
    Kveðja frá Norge

    ReplyDelete
  2. Vá vá vá, þetta er ekki smá flott hjá þér. Mig langar sérstaklega að taka fram að peysan hennar Herdísar er gullfalleg og alveg einstaklega vel heppnuð í litavali. Og peysan hans Gunna og húfan hennar Karenar og vestið og og og.. allt saman flott :)
    Kv. Ólöf

    ReplyDelete
  3. Fallegir litir í peysunni þinni! :-) Kveðja úr Mosó

    ReplyDelete