Sunday, December 26, 2010

Jólagjöf 1

Ein jólagjöfin sem ég bjó til í ár var vélsaumuð. Ég ákvað að sauma kjól handa Katrínu litlu frænku minni.


Málið er að ég saumaði brúðarkjól á Sólveigu systur fyrir nokkrum árum síðan. Efnið kláraðist ekki alveg heldur átti ég eftir sirka metersbút af því ásamt ræmum sem sniðust af þegar kjóllinn var sniðinn. Ég vissi aldrei hvað ég átti að gera við efnið og geymdi það með það í huga að það hlyti að koma að því að eitthvað yrði hægt að gera úr því.

Nú í desember fékk ég þá brilliant hugmynd að sauma kjól á dóttur systur minnar úr brúðarkjólaefninu. Efnið er þykkt og vandað satínsilki og bætti ég við bleikum skrautborða til að það yrði léttara yfir kjólnum.

Kjóllinn er mjög sparilegur svo nú er bara að vona að hann sé ekki of hvítur og fínn fyrir þá litlu að vera í honum. Sólveig, þú verður endilega að láta hana í hann og það verður að hafa það þó það komi blettir í hann. Vonandi er bara hægt að þv0 þá úr.

Kjóllinn er gerður fyrir 5 ára svo hún fer ekki að nota hann alveg strax enda bara 3 og 1/2. Þegar sú stutta passar í kjólinn verða ermarnar ca á miðjum framhandlegg. Það þýðir að hún getur byrjað að nota hann fyrr.
Ég held að ég þurfi eiginlega að verða mér út um mynd af Ssys í brúðarkjólnum til að sýna hann.

No comments:

Post a Comment