Friday, August 6, 2010

Ný handavinnubúð

Ég fór í nýju handavinnubúðina "Amma mús prjónahús" í dag. Það var bara skemmtilegt. Þarna voru nokkrar nýjar garntegundir t.d. Rauma garnið sem ég hef vitað lengi af en ekki fengist hér. Mjög flott garn. Einnig er danskt garn sem heitir Duo til þar. Ótrúlega flott. Ég keypti mér Duo sem er blanda af ull og silki. Einnig Duo sem er hrein ull. Einnig keypti ég mér uppskrift til að prjóna eftir úr garninu og fannst mér hún heldur dýr.
Duo garnið er drjúgt eða 540 m í 100 gr. Litirnir eru þannig að mig langaði í fullt af garni. Lét samt nægja að kaupa tvo liti, rautt og grænt.

Ég er að lesa ótrúlega góða bók sem heitir The cathedral by the sea (Kirkja hafsins). Ég er á fleygiferð hvað tilfinningarnar varðar. Ég mæli algjörlega með henni.

Þátturinn sem ég má alls ekki missa af þessa dagana er "So you think you can dance." Þar eru svo flottir dansar og flottir dansarar. Dansarinn sem ég hélt með meiddist um daginn og ég er ekki enn búin að ákveða með hverjum ég held. Kanski þessum sem Mia þolir ekki !!!