Friday, November 4, 2011

Wolves

Þegar sonurinn biður um eitthvað prjónað frá mér fær hann það meðan það er innan skynsemismarka. Hann kom um daginn til mín og bað mig að prjóna fyrir sig húfu með merki Wolves á. No problemo.

Ég lét hann fá það verkefni að finna mynd af úlfamerkinu og lét hann fá rúðustrikað blað fyrir prjónamunstur svo hann gæti teiknað munstrið upp fyrir mig. No problemo.

Ég ákvað að prjóna bara eitt merki og nota myndprjón svo það væru ekki endar þvert yfir. Í staðinn fékk ég fullt af endum að ganga frá. Hvenær færir maður ekki fórnir fyrir gott verk.

Úlfahúfan er nú tilbúin og er notuð næstum á hverjum degi. Ég var ótrúlega fegin að hann heldur með þessu liði í ensku deildinni því ekki hefði ég viljað prjóna mancester merkið. Það hefði verið meiriháttar mál.
I knitted this Wolves cap for my son. I let him do the sketching and drawing on a marked paper, then I knitted it for him. He loves it and wear it almost every day.

No comments:

Post a Comment