Sunday, November 4, 2012

Lambúshetta

 Fyrir nokkru prjónaði ég lambúshettu handa systurdóttur minni. Hún var byrjuð hjá dagmömmu og farin að vera meira úti svo mig langaði að gera eitthvað hlýtt handa henni.
In september I made this lambúshetta for my syster daughter. I wanted to give her somthing warm for her birthday.


Ég notaði uppskrift frá Garnstudio sem ég hef prjónað eftir áður.
I used a pattern from Garnstudio wich I have knitted before.


Reyndar sleppti ég löngu skotti sem er á húfunni því mér fanst þetta betra. Það er auðveldara að setja hettu yfir þessa og ég vildi ekki hafa skott sem gæti krækst í eitthvað og skapað vandræði.
I did change it a bit because I didn´t like to have a longtail on it as is in the pattern.



Lambúshettan situr vel og lokar vel á eyrun og hálsinn. Ég prjónði hana úr Lanett og notaði bleikan lit og hvítt. Mér finnst þeir litir vera frekar krúttlegir saman á svona litlu barni.
 Lambúshettan sits well and closes well on the ears and neck. I knitted it from Sandnes - Lanett, using pink and white. I find it to be pretty cute together on such a small child.

P.S. Ef einhver veit hvernig lambúshetta er á ensku má alveg láta mig vita. Ég fann ekki út úr því. 

4 comments:

  1. Þetta er nú aldeilis fallegt módel með aldeilis fallega húfu :) Ég spurði Ruben hvernig maður segir lambúshetta á ensku og hann hefur ekki hugmynd. Þannig að eina sem mér dettur í hug er bara að nota orðið "hat". Ehh.

    Kv. Ólöf sis

    ReplyDelete
  2. Flott lambúshetta! Ég held að lambúshetta sé knittet ski mask eða knittet cap á ensku :)

    Kveðja, NN

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir þetta. Ég hafði ekki hugmynd um enska orðið.

    ReplyDelete