Sunday, January 26, 2014

Skrítíð sjal

Í haust byrjaði ég að prjóna óvissusjal sem er kallað Color Craving eftir Stephen West sem hannar undir nafninu Westknits
This fall I started knitting a mystery shawl that is called Color Craving and is designed by Stephen West who designs under the name Westknits.


Byrjunin var sérstök og ómöglegt að ímynda sér hvernig sjalið myndi líta út í lokin.
The beginning was special and impossible to imagine how the shawl would look when it would be finished.


En það var gaman að prjóna það. Ég notaði einband og litirnir voru dökkbrúnn, turkisblár og appelsínugulur. Ég sem sagt ákvað að fara út fyrir ramman og nota liti sem ég er ekki vön að nota og alls ekki saman en þeir komu vel út.
But it was fun to knit. I used Icelandic yarn named Einband and the colors I chose were dark brown, turquoise and orange. I actually decided to go outside my color box and use colors that I'm not accustomed to using and never together but the result were very satisfying. 


En nú er ég að fella af og alveg að verða búin að því. Það tekur nokkra klukkutíma að fella af sjalinu þar sem lykkjurnar eru fjölmargar og affellingin þannig að það á að fitja upp 3 lykkjur og fella af 6.
But now I am casting off and almost done with it. It takes several hours to finish it because there are so many knitting stitches to cast of and of course this shawl has not an ordinary cast of but one that is with a pattern so it will take me looong time to finish it of. 


Svo er það janúarpeysan. Nú er ekki mikið eftir. Planið er að klára að fella af sjalinu og klára síðan peysuna. Hún ætti því að klárast síðar í vikunni.  
And then there is my January sweater. There is not much left of it. The plan is to finish the shawl and then finish the sweater. It should be done later this week.

Monday, January 13, 2014

Peysur

Það gengur ágætlega með peysuna sem ég er að prjóna fyrir DÞ.  Þó veit ég að ég næ ekki að klára hana á tveimur vikum eins og ég stefndi að.
It goes well with a sweater I'm knitting for DTH (my son). But I know that I can not finish it in two weeks as I had intended.
 Peysan er þægileg í prjóni og uppskriftin enn sem komið er vel fram sett. Ég notaði sömu liti og eru gefnir upp í uppskriftinni og finnst þeir koma vel út.
 The sweater is nice to knit and the pattern well written. I used the same colors and are used in the pattern and they look great.
 Ástæðan fyrir því að það gengur hægar með peysuna en ég planaði er að ég er að prjóna aðra peysu og er hún fyrir mig. 
The reason why I am so slow to knit the sweater is that I'm knitting another sweater and it is for me.
 Hún er prjónuð á prjóna nr. 3 og er frá Sandnes garn og er uppskriftin úr Prjónablaðinu Ýr. Ég hef verið að prjóna hana við sjónvarpið og er það fínt þar sem ég er búin að vera að prjóna hring eftir hring og það verður ansi tilbreytingarlaust.
  It is knitted on needles no. 3 mm(us 2,5) and from Sandnes yarn. I've been knitting it while watching the TV and it's fine because I've been knitting round and round and it will become pretty monotonous.
En nú er ég komin að því að prjóna munsturbekk og það verður gaman. Og ég meina það í alvöru.
But now it´s  time to knitting a massive pattern and it will not be done watching the TV. But it  will be fun and I meanit,  really.

Thursday, January 2, 2014

Nýtt verkefni

á nýju ári.
New project in a new year.

Strákurinn minn bað mig um daginn að prjóna nýja peysu handa sér. Hver getur sagt nei við slíkri beiðni? Ekki ég.
My boy came to me the other day and asked me to knit a sweater for him. Who can say no to such request? Not me.


Við völdum peysu úr prjónablaðinu Ýr og er mynd af henni hér fyrir ofan. Ekki skemmir fyrir að frændi okkar er módelið á myndinni.
We picked sweater from Icelandic knitting magazine and the picture of it is here above. The designer is Icelandic and has done a fantastic job on this sweater. Icing on the cake is that my cousin is the model in the picture.



Því var stormað af stað og garnið keypt í peysuna í dag og svo byrjaði ég að prjóna hana núna í kvöld. Sonurinn bað um að ég yrði ekki í nokkra mánuði að prjóna peysuna (eins og er allt of algengt hjá mér því ég er með allt of mikið í gangi í einu) og ég í stærlæti mínu sagði að ég gæti verið svona 2 vikur að prjóna hana. Jamm!
So to the shop I stormed today and bought the yarn for the sweater and started knitting it tonight. My son asked if it would take me few months to knit it (as is all to common with me because I always have too much knitting going on at once) and I, with out thinking, told him that I could be like 2 weeks to knit it. Yup!