Sunday, February 23, 2014

Hafið bláa

Prjónar nr. 8

Prjónfesta: 10 cm eru 17 umferðir

Garn sem passar við prjónfestu. Ég notað Hubro frá Dalegarn, ljósblátt og dökkblátt.


Fitjaðu upp 68 lykkjur á prjóna númer 8 með dekkri litnum. Tengdu í hring og pjónaðu stroff, 2 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur. Prjónaðu þar til stykkið mælist 7 cm.

Skiptu yfir í dekkri lit og prjónaðu 1 hring með sléttu prjóni. Í þessari umferð á að auka út um 1 lykkju þar sem hringurinn tengist (69 lykkjur á prjóninum).

Prjónaðu nú munstur samkvæmt teikningu. Athugaðu samt að umferðin endar á einni brugðinni lykkju. Í þriðju umferð munsturs er aftur aukið um 1 lykkju í lok umferðar og eru þá komnar 2 brugðnar lykkjur í lokin og 70 lykkjur á prjóninn.

Hægt að velja um tvö kaðlamunstur. Annars vegar snúa kaðlarnir í sitt hvora áttina (munstur 1), hins vegar snúa kaðlarnir í sömu átt (munstur 2).





Takið 2 lykkjur og setjið á hjálparprjón, leggið lykkjurnar fyrir framan og prjónið lykkjurnar 2 fyrir aftan. Prjónið síðan lykkjurnar fyrir framan

Takið 2 lykkjur og setjið á hjálparprjón, leggið lykkjurnar fyrir aftan og prjónið lykkjurnar 2 fyrir framan. Prjónið síðan lykkjurnar fyrir aftan



Hér er hægt að sjá myndband frá Drops studio sem sýnir hvernig kaðall er prjónaður.

Prjónið nú þar til allt stykkið mælist 19 cm. Prjónið þá sléttu lykkjurnar 2 saman allan hringinn, 63 lykkjur eru þá á prjóninum.

Þegar búið er að prjóna 22 cm eru allar brugðnu lykkjurnar prjónaðar 2 saman allan hringinn, 49 lykkjur á prjóninum.

Þegar stykkið mælist 26 cm eru tvær lykkjur prjónaðar saman allan hringinn.

Bandið er að lokum dregið í gegn um þær lykkjur sem eru eftir.



Frágangur: Gangið frá öllum endum. Búðu til dúsk og saumaðu á kollinn.


Hér er hægt að finna slóð á uppskriftina.

Sunday, February 9, 2014

Janúarpeysan

31. janúar kláraði ég að prjóna og ganga frá endum peysunnar sem ég ákvað að prjóna og klára í janúar. Áætlunins stóðst sem sagt.
   January 31. I finished knitting and sew in ends of the sweater I decided to knit in January. The plan went well.

Peysan er úr Prjónablaðinu Ýr nr. 53 og er eftir íslenskan hönnuð, Svanhvíti Kristjánsdóttur. 
     The sweater is from Knittingmagazine Yr. no 53 and is designed by an Icelandic designer, Svanhvit Kristjánsdóttir.

Uppkriftin er vel skrifuð og fannst mér auðvelt að fylgja henni. Á peysunni eiga að vera vasar en ég ákvað að sleppa þeim þar sem þeir þjónuðu engum tilgangi öðrum en að vera til skrauts og peysan er það fín að þá þurfti ekki.
     The pattern is well written and I found it easy to follow. The sweater should have pocket but I decided to drop them.

Það kom vel út að blanda saman garntegundunum kitten mohair og sisu. 
     It was a good good mix to blend together the yarn types kitten mohair and SISU.

1. febrúar fór ég ásamt syninum í Litlu garnbúðina og völdum við tölur á peysuna. Við ákváðum að hafa þær ekki alveg hvítar heldur tónaðar með gráu til að þær yrðu ekki alveg eins áberandi. Ég vildi hafa munstrið aðal en ekki tölurnar.
     1. of February  I went with my son to a yarn store to buy some buttons for the sweater. We decided to have them white with some gray tones so they would not be quite as noticeable.