Monday, April 20, 2015

Ýmislegt

er í gangi eins og venjulega í handavinnuhorninu. Nýtingartaskan þar sem ég hnýti saman alla spotta sem falla til og eru nógu langir til að binda saman gengur ágætlega og er ég að hugsa um að fara að klára hana. 
Lot of things are in progress as usual in the handicraft corner. The bag of utilization, where I tie together yarn ends that are long enough to tie together, goes well and I think I will finish it soon.
 Ég var því að hugsa um að hekla næst handföng og nokkra hringi yfir þau svo það verði gott hald í henni.
 Undir töskunni sést í endurvinslumottu sem var hekluð úr gömlu laki og sængurveri sem var orðið ónýtt.
I think I will start to crochet the handles next and a few laps after that so it will be strong hold in it. 

  Under the bag is a recycled mat that was crochet from old sheets that were not used anymore.
 Einn lítill amigurumi er einnig að verða til .Hausinn er kominn og síðan fylgja bolur, útlimir og eyru á eftir. 
One small amigurumi is also starting to take shape. The head is ready and then the body,  limbs and ears will follow.


Að lokum langaði mig að sýna mynd af blaði sem ég keypti mér um daginn. Fatasaumur er því á dagskrá bráðlega. Mér finnast Ottobre blöðin mjög góð því sniðin eru þægileg að vinna með og góðar leiðbeiningar með þeim.
Finally, I wanted to show a picture of a sewing magazine I bought the other day. To sew some clothes is therefore on the list. My experience is that the instructions in ottobre are good and easy to sew clothes  based on them.

Monday, April 6, 2015

Húfa með línu


Stærð: Ein stærð sem passar fyrir dömur og herra
Prjónar: Hring- og sokkaprjónar nr. 3 og 3,5 mm
Prjónfesta: 10 cm eru 23 lykkjur á þveginni prufu
Garn: Sem passar við prjónfestu. Ég notað Smart frá Sandnes garn.


Fitjaðu upp 114 lykkjur á prjóna númer 3. Tengdu í hring og pjónaðu stroff, 4 sléttar lykkjur og 2 brugðnar lykkjur allan hringinn. Prjónaðu stroff þar til stykkið mælist 4 cm.
Skiptu yfir á prjóna nr. 3,5 og prjónaðu 1 hring með sléttu prjóni. Síðan er munstur
prjónað.

 Munstur:  
      
1.  Prjónaðu 54 lykkjur slétt. Því næst eru  2 lykkjur settar á hjálparprjón og lagðar aftan við hringprjóninn (inn í húfuna), prjónaðu 2 lykkjur af hringprjóninum framan við hjálparprjóninn. Næst eru lykkjurnar 2 sem eru á hjálparprjóninum prjónaðar. Kláraðu að prjóna hringinn.
2. Prjónaðu 1 hring án úrtöku.
3. Prjónaðu 52 lykkjur slétt. . Því næst eru 2 lykkjur settar á hjálparprjón og lagðar aftan við hringprjóninn (inn í húfuna), prjónaðu 2 lykkjur af hringprjóninum framan við hjálparprjóninn. Næst eru lykkjurnar 2 sem eru á hjálparprjóninum prjónaðar. Kláraðu að prjóna hringinn.
4. Prjónaðu 1 hring án úrtöku.

Munstrið er prjónað áfram eins og umferðir 3 og 4 nema alltaf er prjónað 2 lykkjum styttra í munsturumferðinni (oddatölu-umferðin þar sem línan myndast) og vefur línan sig þá um kollinn.

Prjónaðu nú þar til allt stykkið mælist 14 cm.

Þá hefst úrtakan:

*Prjónið 12 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtaktu frá * til * út hringinn. Nokkrar lykkjur verða eftir í afgang og eru þær pjónaðar inn í úrtökuna þegar þær passa þar inn.
Pjrónið 1 hring án úrtöku.
*Prjónið 11 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtaktu frá * til * út hringinn.
Pjrónið 1 hring án úrtöku.
Úrtakan er prjónuð þannig áfram ásamt línunni. Línan leggst yfir úrtökuna. Prjónaðu úrtökuna áfram þar engin lykkja er eftir á milli úrtakanna. Pjónaðu þá 2 lykkjur saman allan hringinn. Kklipptu bandið og dragðu í gegn um þær lykkjur sem eru eftir.


Frágangur: Gangið frá öllum endum. Gott er að skola úr húfunni og leggja á handklæði meðan hún þornar.

Wednesday, April 1, 2015

Hvutti og húfur

Þessi litli hundur bættist í hóp amigurumi fígúra frænku minnar um daginn.
This little dog joined the group of amigurumi figure my aunt has few days ago.
 Uppskriftin er fengin úr Candy Magazine 1 og er hundurinn heklaður úr Candy garninu. 
 This pattern is from the Candy Magazine 1 and the dog is crocheted from the yarn Candy that is specially designed for the patterns (or the patterns for the yarn).
 Svo ákvað ég að nota afgangasgarn og prjóna húfur úr því . Sú fyrsta var röndótt úr dökk brúnu og gráu Smart garni.
 So I decided to use rest yarn and knit a hat. The first one was striped from dark brown and gray Smart yarn from Sandnes yarn.
 Síðan kom blá húfa með línu sem leggst yfir kollinn, einnig úr Smart.
Then came a blue hat with a line that runs over the hat, also from Smart.

 Og að lokum kláraði ég blómahúfu sem er nokkuð síðan ég byrjaði á. Litirnir sem eru í henni eru koksgrár og kremaður. Munstrið teiknaði ég eftir útsaumsmunstri sem ég fann á Pinterset og lagaði það að prjóninu.
 And finally I finished a floral hat I started some time ago. The colors in it are dark gray and creamed. I drew the pattern from a embroidery pattern I found on Pinterset and changed it to fit for the knitting look.
Ég er að skrifa uppskriftina fyrir fyrri húfurnar 2 og kem til með að birta þær á blogginu þegar þær eru tilbúnar.
I am writing the pattern for the first two hats, and when it´s ready I will post them on the blog.