Sunday, February 24, 2013

Ugluvettlingar

Ég prjónaði þessa ugluvettlinga og gaf vinkonu í afmælisgjöf um daginn.
I knitted those owl mittens recently and gave a friend as a birthdaypresent.


Nafnið á þeim er Give a hoot og er uppskriftin að þeim frí á Ravelry. 
The mittens are called Give a hoot and can be found as a free Ravelry pattern.


 Ég notaði tvöfaldan plötulopa í uppskriftina og fannst þeir vera þjálir og hæfilega þykkir þannig. Þó væri alveg hægt að gera þá úr þreföldum plötulopa og fá þá enn þykkari og þá hlýrri þegar kaldast er úti.
I used a double plötulopi in the pattern and thought that way they were moderately thick that way. But it would be quite possible to make them from a triple wool and get them even thicker and warmer when there is really cold outside.


Saturday, February 9, 2013

Echoes of Color by Joji


Þá er ég loksins búin með Echoes of Color eftir Joji . 
Finaly I have finist Echoes of Color by Joji. 


Það var auðvelt að prjóna sjalið en seinlegt. Fyrir utan prjaða kögrið er sjalið prjónað úr garðaprjóni og stuttum umferður svo ég prjónaði það mikið við sjónvarpið.
It was easy to knit this shawl, but it took some time . The shawl is knitted in garter stitch and short rows so I did knit it mostly in front of the TV.


Sjalið varð frekar stórt en sem betur fer ekki svo stórt að ég gangi á því ef það liggur laust yfir axlirnar.  Handklæðin undir sjalinu eru frekar stór baðhandklæði svo hægt sé að ímynda sér hve stórt sjalið er.
The shawl was pretty big, but fortunately not so large that I am stepping  on it if I it were is loose over my shoulders. The towels under the shawl are rather large bath towels so you can imagine how big the shawl is.


En ég er mjög ánægð með það.
But I´m very happy with it.


 Ég hugsa að ég þurfi ekki að fá mér sumarjakka því sjalið er örugglega jafnhlýtt og einn þannig og nógu stórt til að veita gott skjól.
 I think I do not have to buy me a summer jacker because that shawl is probably as warm as one and large enough to provide good shelter