Friday, November 27, 2009

Þetta er lífið.....

Þetta er lífið. Fullt af garni og nóg að prjóna. Ég hefði líka átt að setja inn mynd af bókahrúguni sem ég er með til að lesa. Sumir kalla þetta stjórnleysi en mér finnst þetta æðislegt.


Litirnir eru æðislegir, endalaust til af prjónablöðum og prjónabókum og svo eru náttúrulega allar hugmyndirnar sem ég fæ og þarf tíma til að vinna úr. Kanski kemur hann einhvern tíman.

Þar sem aðal prjónið núna eru jólagjafir og ég get ekki birt myndir af þeim strax ákvað ég að setja inn myndir af púðum sem ég gaf litlum ættingjum í afmælisgjafir fyrir nokkrum árum. Ég sé að ég hef eitthvað klikkað á að taka myndir af öllum púðunum en set þessar sem ég á.


Ég teiknaði sjálf bangsan á púðanum hans Magnúsar og er frekar stolt af því. Þetta er eina formið sem ég hef sjálf teiknað fyrir bútasaum.


Svo er þetta týpiskt með börn handavinnukonu, mín börn eiga enga svona púða. Ég þarf að reyna að bæta úr því, en kanski er það að verða of seint með DÞ. Ég þyrfti líklega að finna eitthvað anim til að setja á púða fyrir hann eða kanski láta hann teikna sjálfan mynd..... Það er góð hugmynd. :-)

Wednesday, November 4, 2009

Handstúkur 1

Prjónar nr 3
Garn sem hæfir prjónastærð. Ég hef notað Lanett og Dale baby.

Handstúkurnar eru prjónaðar á 5 prjóna.
Munstur:


Kaðall :


1. - 3. umf: Prjóna 1 brugðna lykkju, 4 sléttar, 1 brugðna lykkju.

4. umf: prj 1 brugðna lykkju, setja 2 lykkjur á hjálparprjón, prjóna 2 lykkjur, prjóna lykkjur af hjálparprjóninum, prjóna 1 brugðna lykkju.

Endurtakið þessar 4 umf.
Gataprjón:


1. umf: Slá bandi yfir prjóninn, taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 1 lykkju, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir, prjóna 1 lykkju, prjóna 2 lykkjur saman, slá bandinu yfir prjóninn

2. umf: Slétt prjón

3. umf: Prjóna 1 lykkju, taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir, slá bandi yfir prjóninn, prjóna 1 lykkju

4 umf: prjóna slétt

Endurtaka þessar 4 umf.Fitjið upp 60 lykkjur. Prjónið stroff á eftirfarandi hátt.


1. umf: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin

2 umf: slétt

Endurtakið þessar 2 umf. 4 sinnum.Eftir það er prjónað slétt. Munstur er staðsett þegar byrjað er að prjóna slétt.


Staðsetning munsturs: Prjónið 27 lykkjur , prjónið munstur yfir næstu 6 lykkjurnar, prjónið 27 lykkjur.


Prjónið 7 cm. Þá á að taka 2 lykkjur úr hvorri hlið og hafa 2 lykkjur á milli úrtakanna.


Prjónið þar til allt stykkið mælist 13 cm, takið þá 2 lykkjur úr hvorri hlið (eins og eftir 7 cm.).


Prjónið þar til allt stykkið mælist 17 cm. Aukið þá út um 2 lykkjur í hvorri hlið og hafið 2 lykkjur á milli útaukninganna.


Prjónið 4 umf. Aukið þá út um 2 lykkjur þumalfingursmeginn.


Prjónið 6 umf. Aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið.


Prjónið þar til allt stykkið mælist 22 cm.


Nú er þumall staðsettur fyrir hægti hönd: Prjónið fyrstu 8 lykkjurnar yfir á hjálparband, setjið þær aftur upp á prjóninn og prjónið slétt þar til allt stykkið mælist 27 cm. Prjónið þá 4 umf stroff. Fellið af.Þumall: Takið upp samtals 19 lykkur og prjónið 4 umf. slétt. Prjónið síðan 4 umf stroff. Fellið af.Prjónið hina handstúkuna eins nema staðsetjið þumalinn á síðustu 8 lykkjurnar á prjóni 2. Það þarf að passa að hann verði spegilmynd handstúkunnar sem er búin.Frágangur: Gangið frá öllum endum.