Monday, October 25, 2010

Norsk peysa

Það er svo gaman að prjóna norskar peysur, sérstaklega ef mynstrið er krefjandi. Fyrir ekki svo löngu fór ég inn á Sandnes vefinn en þar er framleitt allt smart og alpakka og fleira garn sem ég prjóna dáldið mikið úr. Þar sá ég þetta blað



Það virkaði ekki hjá mér að snúa myndinni svo þið verðið bara að halla höfðinu. En í blaðinu var þessi uppskrift


Ég féll algjörlega fyrir henni. Litatónarnir eru nýjir, að minnsta kosti man ég ekki eftir því að hafa séð margar norskar peysur með fjólubláum tóni í.
Ég fór á stúfana og leitaði í öllum Rúmfatalagers búðunum að blaðinu en það var ekki til þar. Ég var að spá í hvort það væri ekki flutt inn til landsins.
Svo vel vildi til að mamma og pabbi fóru til Noregs í haust og mamma fékk það verkefni að kaupa blaðið fyrir mig. Hún fann það í garnbúð í Sandnes en það sem okkur fannst nokkuð spes var að til að fá að kaupa blaðið varð hún að kaupa eitthvað garn í búðinni. Ég græddi því 4 dokkur af Smart.
Ég er byrjuð á peysunni og komin svona langt

Munstirð er gullfallegt og mjög gaman að prjóna það. Garnið er bara yndislegt en ég prjóna hana úr Sandnes Alpakka.

Ég er líka byrjuð á ermunum því það er ekki hægt að prjóna þetta munstur við sjónvarpið, það er allt of flókið til þess. Svo er bara að hætta að blogga og fara að prjóna......

No comments:

Post a Comment