Wednesday, June 27, 2012

"Mittens for me"

Ég kláraði þessar grifflur um daginn. Munstrið var sett fram sem "mystery knit" hannað af Laura Linneman á Ravelry svo ég vissi bara að ég var að far að prjóna grifflur en ekki hvernig grifflur.

I finished these Wrist Warmers few days ago. The pattern was presented as a "mystery knit" designed by Laura Linneman on Ravelry. I just knew what I was going to knit, but not what it looked like.

Þegar ég byrjaði skildi ég munstrið eitthvað illa. Þegar ég sá að útkoman var einhvern veginn ekki lógísk fór ég að lesa uppskriftina betur. Já, ég er enn á því stigi að halda að það sé nóg fyrir mig að renna yfir uppskriftina og þá skilji ég hana. Eftir mörg mörg mörg ár af prjónaskap ætti ég að vera búin að læra að þannig virkar þetta ekki. Án gríns, ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði bara búið til nýtt munstur en fannst það síðan ekki nógu flott.

When I started I did something wrong. When I saw that the result was somehow not logical, I read the pattern better. Yes, I'm still at that stage to believe that it is enough for me to fast-read the pattern and then know exactly what to do. After many many years of knitting I should have learnd not to do this but some do learn slowly.


Svo ég rakti allt upp og byrjaði aftur og vandaði mig við að lesa í gegn um uppskriftina. Þá komu þessa flottu fléttur fram. Núna veit ég að þær eru kallaðar latvian braid og eru bara ekkert erfiðar í prjóni.

So I started again and read carefully through the pattern. Then , out came this beautifully knitted braid. Now I know that they are called latvian braid and are not difficult to knit.


Svo er það nýjasta nýtt í dellupokann minn. Ég set vatn í krukku (það var pastasósa í þessari), læt hana inn í ískáp svo vatnið verði ískalt, sker síðan niður sítrónu eða lime eða appelsínu eða .... og læt út í. Þá er kominn besti svaladrykkurinn í sólbaðið.


So this is my latest thing . I put water in a jar (it contained pasta sauce), let it into the refrigerator so the water will be freezing, cuts down the lemon or lime or orange, or .... and let in the water. Then you have ice cold water when the sun i shining.

Friday, June 15, 2012

Cecilia vestið

Nú er farið styttast í að ég klári kaðlavestið. Svo sem kominn tími á það enda búin að prjóna það í meira ein ár.  Ég hef það þó sem smá afsökun að það er frekar seinprjónað vegna allra kaðlanna og ég er nú ekkert rosalegur aðdáandi kaðlaprjóns. En fallegt er það.


Það sem er eftir er að prjóna hálslíninguna en hún er með kaðli eins og er á framstykkjunum.


Garnið sem ég nota í vestið er keypt í Ömmu Mús og er blanda af ull og silki. Það heitir DUO og er alveg magnað garn.
Uppskriftin er eftir hönnuð sem heitir Else Schjellerup. Uppskriftina keypti ég í Ömmu Mús og er hún einblöðungur.

Now it will not be lont til I finish my Cecilia-vest. It´s about tima because I have been kniting it for over a year. I have, however, some excusebecause it has been rather slow knitting because of all the cables and I'm not such a huge fan of them when it comes to knitting. But beautiful it is.
What is left now  is to knit  a neckband and it has a cable like the rest of the vest.

The yarn I used is a blend of wool and silk. It's called DUO is amazing yarn.
The pattern is designed by a danish designer named Else Schjellerup.