Sunday, February 10, 2019

Margt klárað árið 2018

Það var mjög marg sem ég kláraði árið 2019. Hér á eftir sést eitthvað af því.
There was a lot of things that I finished in 2019. Some of them are shown below.
Þetta varð af húfu.
This turned out to be a hat
Sjal eftir Stephen West - All the angles
Shawl by Stephen West - All the angles
Sjal eftir Romy Hill
Shawl by Romy Hill
6 tuskur
6 cloths
Peysa
Kofte, sweater made of wool
Halloween vettlingar
Halloween mittens
Peysa
Sweater
Lopavettlingar
Lopi mittens
Sjal eftir Stephen West
Shawl by Stephen West
Taska saumuð úr gömlum gallabuxum
Bag sewn from old jeans
Sokkar
Socks
Peysa úr bómull
Cotton sweater
Bella - vettlingar úr lopa
Bella - mittens made of lopi
Nancy peysan
Nancy genser, Nancy sweater

Saturday, March 24, 2018

Klárað prjón

Fyrir jól prjónaði ég nokkrar jólagjafir.
Pabbi minn hefur verið svo duglegur að fara út að ganga með hund sem er á heimilinu. Þegar allir eru í burtu langan vinnu- og skóladag, kemur hann og fer út með hundinn fyrir okkur.
Ég ákvað að prjóna á hann hlýja og fallega peysu. Þessi varð fyrir valinu og fannst mér hún koma mjög vel út. Munstrið er fallegt og skemmtilegt að prjóna það. 
Hægt að finna uppskriftina að peysunni hér
 Einnig gerði ég sjal sem ég gaf í jólagjöf. Það er frekar fínlegt og með gatamunstrinu verður það dáldið blúndulegt.Wednesday, January 3, 2018

Prjónað og handlitað garn

Í haust kláraði ég peysu handa systurdóttur minni

This autumn I finished a sweater for my niece
 Þar sem ull stingur hana ákvað ég að prjóna peysu úr bómullargarni en fara eftir uppskrift að norskri ullarpeysu

Since she thinks wool is uncomfortable, I decided to knit a cotton yarn sweater while following a pattern for a Norwegian woolen sweater 
 Henni fannst peysar æði og best að hún stingur ekkert

She loved that sweater and what is best is it does not sting like wool does
 Í haust prófaði ég líka að mála garn með matarlitum. Það var ótrúlega skemmtilegt. Ég ákvað að mála hvítt einband. Þegar tími er til ætla ég að prjóna vettlinga úr því með hvítu garni sem aðallit.

This fall I also tried to paint yarn with food colors. It was so much fun. I decided to paint a white Einband. When I have time, I have decided to knit mittens with it and use white yarn as the main color.

Thursday, June 29, 2017

Lopavinna

Í vetur tók ég mig til og prjónaði vettlinga á soninn. Ég notaði uppskrift sem ég á hér á síðunni en stækkaði hana um 4 lykkjur og lengdi þá aðeins. Kvenstærðina er hægt að nálgast hér.

This winter, I decided to knit lopi mittens for my son. I used a pattern I wrote and can be found here  but decided to cast on 36 sts instead of 34 and I also made then longer.


Mig minnir að ég hafi stækkað herravetlingana með því að bæta við einni umferð á milli munsturbekkjanna. Ég þarf samt að skoða það betur.

If I remember it right I made them longer with one extra round between the patterns. I do need to look at it better sometimes.
Sonurinn fékk þá og fannst þeir ansi góðir til að fara út að ganga með hundinn. Honum varð ekki kalt á höndunum í göngutúrum vetursins eftir að hann fékk þá.

The son got them and they felt pretty warm when he went to a walk with the dog. (Do you see all the W?) He did not get cold on his hands during the winter after he got them.

Talandi um hundinn, þá tók ég fram plötulopa afgangana mína og prjónaði teppi handa henni (stelpuhundur). Henni finnst gott að liggja á því enda lopinn hlýr. Ég er með teppið í glugga sem nær niður í gólf og þar liggur hún og fylgist með því sem gerist fyrir utan.

Talking about the dog, I took out all my leftover plötulopi and knitted a blanket for her (girl dog). She likes to lie on it. I have the blanket in a window that goes down to the floor and there she lies and monitors what happens outside.

Monday, February 20, 2017

Norsk ullarpeysa

Ég kláraði þessa peysu núna í janúar. Hún er prjónuð úr Sisu frá Sandnes garni og á prjóna númer 2,5 og 3.
I finished this sweater (genser) in January. I used Sisu from Sandnes to knit it from and knitting needles no 2,5 and 3.
Það var ansi seinlegt að prjóna hana. Hún er mikið munstruð en þó bara tvíbanda munstur sem betur fer.
It took 2 years to knit it with some resting time in between. It has a lot of pattern in it but fortunately only with 2 colors.
Eiginmaðurinn fékk peysuna. Það tók tvö ár að prjóna hana neð hléum. Reyndar gekk illa með ermarnar og prjónaði ég þær tæplega fimm sinnum. Fyrst voru þær of þröngar, svo gleymdi ég efri hluta munstursins neðst á annarri erminni en að lokum hafðist þetta.
My husband got the sweater when I finally finished it. The sleeves took the longest time to knit because I knitted them nearly five times. First they were too narrow, then I forgot the part of the pattern on one sleeve, but finally they were ready.
Hér fyrir neðan er eigandinn í peysunni.
And here is the owner in his sweater
Munstrið er fegnið úr hefti frá Sandnes garni sem ég keypti í Osló. Mér finnst vanta að hægt sé að kaupa þessi hefti hér á landi því það er takmarkað hverjar af uppskriftunum frá Sandnes birtast í prjónablaðinu Ýr.  Mér finnst gaman að prjóna norskar peysur en það hefur verið frekar lítið úrval af þeim í blöðunum að mínu mati.
The pattern is in a issue from Sandnes yarn that I bought in Oslo. I enjoy knitting Norwegian sweaters but it has been rather small selection of sweater patterns in the knitting magazine that are published in Iceland. So it is a knitting feast when I go to Oslo.

Sunday, July 24, 2016

Tuskur og fleira

 Þetta er það nýjasta sem ég er með á prjónunum. Tuskur frá Bittamis Design for strikkelystne eru í uppáhaldi núna.

This is what I am knitting now, washing cloth from Brittamis Design for strikkelystne.
Ég mátti til með að setja báðar myndirnar inn. Þessi grárri er tekin inni en hin úti. Efri myndin sýnir mun betur ljósbláa litinn sem er á garninu.
I had to insert both of those picture to show the difference in color. The one above is taken outside while to other one is taken inside. The bluer one is true to the color of the yarn.


Þessa bók keypti ég mér um daginn. Í henni eru fullt af fínum uppskriftum svo það er bara að bretta upp ermar, ná í prjónana og helst að nota afgangsgarn eins og hægt er (nóg er til af því) og prjóna vettlinga í haust. 

I bought this book the few days ago. It contains lot of good looking mittens so when autumn comes I will find left over yarn (and of that I have LOT) and start knitting mittens.
Svo freistaðist ég til að kaupa mér sokkagarn og dró fram bók sem ég keypti mér fyrir mörgum árum siðan en hef aldrei prjónað úr. Ég er rétt búin með tánna á fyrri sokknum enda búið að vera það gott  veður að ég hef ekki nennt að prjóna ullarsokka. Miklu skemmtilegra að prjóna tuskur úr bómullargarni.

When I bought the book above I was tempted to buy a sock yarn to. I found a book that I bought many years ago but have never knitted anything from and decided to knit a toe up socks from it. I have just started on the toe of the first sock. But they will have to wait until autumn comes because now it is more fun to knit washing cloths with cotton yarn. 

Monday, July 18, 2016

EM sokkarnir

eru löngu búnir. Þeir voru mjög fljótprjónaðir og frekar gaman að prjóna úr garninu. Einfaldir hlutir geta verið svo skemmtilegir.
are finished for some time ago. It took short time to knit them and rather nice to knit from the yarn. Sometimes simple things can be fun to knit.
 Það var gaman að sjá rendurnar myndast og skemmtilegt að þurfa ekki að mæla neitt, "Eftir hvíta rönd prjónast hæll".
It was fun to see the stripes form and nice that I didn´t have to measure anything, "After the white stripe the heel is knitted".
 Síðan á að prjóna fram yfir litlu tá og byrja þá úrtöku. Svo einfalt. Ekki má gleyma því að ullin er mjúk og sokkarir því þægilegir.
When the heel was done I just knitted over the little toe and then started the decrease. So simple. The socks are very comfortable to wear because the wool is soft.

Monday, June 20, 2016

Sóleyjarpeysa

Í mars ákvað ég að prjóna eitt stykki norska barnapeysu handa systurdóttur minni. Systir mín keypti garnið og ég prjónaði.

In March, I decided to knit a Norwegian children sweater for my niece. My sister bought the yarn and I knitted.
 Ótrúlega góður díll fyrir króníska prjónakonu. Uppskriftin kemur úr Prjónablaðinu Ýr.

  A very good deal for a chronic knitter like me.  The pattern comes from Sandnes Garn.
Markmiðið var að klára hana fyrir 17. júní. Ég náði því þó svo að ég afhenti hana ekki fyrr en 17. júní.

The goal was to finish it by June 17. That day is the national day of Iceland. I finished it at the right time although I did not give it to her until June 17.
 Það sést ekki á myndunum en ég ákvað að prjóna silfurþráð með hvíta garninu því dömunni langað að hafa silfur í peysunni og að sjálfsögðu verður maður við þannig óskum. 

It does not show in the pictures, but I decided to knit the white yarn with silver thread because the little lady wanted to have some silver in her cardigan and of course the big niece fulfills the wishes the little niece has.
 Einnig vildi hún hafa "hot pink" í peysunni sinni svo ég ákvað að prjóna hálsmálið með þeim lit.
Also she would have some hot pink in the cardigan so I decided to knit the collar with that color.

Það kom ágætlega að hafa hálsmálið í sama lit og munstrið því bleiku litirnir kallast á og hálsmálið dregur bleika litinn í munstrinu fram. 

It was nice to have the collar in the same color as in the pattern because the hot pink colors work nicely together.

Monday, June 13, 2016

EM sokkar

 Það er alltaf svo gaman að prjóna. Mér fannst tilvalið að byrja með nýtt og auðvelt verkefni þegar EM í fótbolta byrjaði. Það er ekki hægt að prjóna eitthvað flókið þegar leikur er í gangi. Í versluninni Handprjón sá ég þetta fína skokkagarn og ákvað að prófa það. 

It is always so nice to knit. I found the perfect project to knit when Eurocup in football began now in June. It is not possible for me to knit something complex when the game is on. In the yarn store "Handprjón" I saw this nice looking yarn and decided to try it.

EM verkefnið er sem sagt að prjóna sokka úr sjálfmunstruðu garni sem segir líka til um hvenær stroffið er búið og hvenær kemur að því að prjóna hælinn.

The EM project I decided to knit are socks made of this yarn seen above. On the label I could see how many stitches I had to cast on. Then I had to knit until the color of the yarn told me it was time to knit the heel. 

Nú þegar er ég komin að því að prjóna hælinn og þarf því að ákveða hvernig hæl ég vil gera.
Now it is time to knit the heel and I have to decide what kind of heel I want to knit.
Gamalt dót getur stundum fengið nýtt gildi. Ég var að hugsa um að henda þessu gamla segulspjaldi sem var til. Ég ákvað samt að prófa það fyrir uppskiftablað því spjald sem ég átti og var til að nota fyrir uppskriftir var svo lélegt að segullinn hélst ekki kyrr á því. Gamla spjaldið er aftur á móti alveg snilld. Segullinn haggast ekki og því er mjög auðvelt að fara eftir uppskrift sem er á spjaldinu. Þetta er örugglega líka snilld fyrir útsaumsmyndir.

Monday, March 14, 2016

Kind

Ég sá þennan flotta púða á Purl Soho síðunni. Mér finnst hann mjög flottur og ekki skemmir fyrir að uppskriftin að honum er frí. 

I saw this nice cushion from Purl Soho on their webpage. I think he is a classy and the pattern is free.
Uppskriftina að Kindapúðanum er hægt að nálgast á hér. Þessi uppskrift fer beint á "langar að gera þegar ég hef tíma" listann minn.

The pattern for the Sheep cushion can be found here. This pattern goes directly to my "want to do when I have time" bucket list.