Sunday, September 30, 2012

Vettlingar

 Nú er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Málið er að ég skipti um vinnu í ágúst og það tekur alltaf orku þegar maður fer í þannig stórræði. Skiptin voru reyndar góð að því leiti að þegar ég var búin að koma mér fyrir á nýja staðnum og farin að kynnast því góða fólki sem ég vinn með þar áttaði ég mig á því að ég átti í rauninni meiri kraft og orku eftir vinnu heldur en á gamla staðnum.
Því er það svo að þó ég hafi ekki bloggað þá er ég búin að vera að prjóna (enda ekki hægt að hætta því). 
Ég prjónaði lopavettlinga og ætla flótlega að skrifa uppskriftina að þeim og birta á blogginu. Dóttir mín hertók þá og finnst þeir æðislegir. Þeir eru frekar háir upp og loka því vel á milli peysu/úlpu og vettlinganna, ekkert bert skinn á milli sem kólnar upp. 


Ég prjónaði sokka á litlu frænku mína úr afgöngum og kalla þá Afgangasokka. Ég þarf aðeins að laga hælin á þeim, þ.e. uppskriftinni minni, og þegar ég er búin að því þá ætla ég að setja uppskriftina á bloggið. Mér finnst það alveg með ólíkindum að þegar ég ætlaði að prjóna sokka fyrir eins árs barn á prjóna nr. 3,5 þá fann ég ekki uppskrift af hefðbundnum sokku. Svo ég bjó þess til og komst að því að hællinn er ekki alveg eins og ég vil. 



Svo er ég líka nýlega búin að klára kaðlavesti sem ég er búin að vera ansi lengi með, á bara eftir að taka myndir af því. Ég kláraði líka (í gær) lambhúshettu á litlu frænku mína en á eftir að taka myndir af henni. 


It´s such a long time since I blogged last. The thing is that I changed my job in August and it always takes energy when one does such a thing after 15 years on the same place and job. But exchanges can do good things to you and that is what I got. I realized that now I have more energy after work when I com home and that is a very good thing.
Though I haven´t been blogging I have been knitting (impossible not to).
I knitted lopi mittens and plan to publish the pattern on the blog. My daughter captured them and  think that they feel wonderful. They're pretty high up so there is no bare and cold skin between them and coat so there is no cold skin.
I knitted socks for my little cousin from stash. I only need to fix the heel on them and when I'm done with that I plan to put the pattern on the blog. I find it absolutely unbelievable that when I was going to knit socks for one year old I found no pattern for traditional socks. So I made one for me and discovered that the heel is not quite the way I want.
I also recently finished vest that I've been knitting for a pretty long time, I just haven´t pictures of it yet. I also finished (yesterday) lambhúshetts (ski mask) for my little aunt but still have to take pictures.

No comments:

Post a Comment