Wednesday, December 26, 2012

Fiðrildaslóð


kallast þessi peysa sem ég prjónaði í jólagjöf handa 8 ára frænku minni. 
is this sweater called which I knitted as a Christmas gift for my 8 year old niece. It means butterfly trail.


Uppskriftin er fengin úr bókinni "Prjónað úr íslenskri ull". Ég breytti reyndar úr því að nota léttlopa í að nota plötulopa því mér finnst hann mýkri viðkomu. 
The pattern is taken from the book "Knitted of Icelandic wool". I changed the yarn from the use of léttlopa as is in the pattern to using plötulopa because I think it has softer touch.


Peysan var fljótprjónuð. Hún er gefin upp fyrir prjóna nr. 4,5 en ég ákvað að nota prjóna nr. 5 því ég vildi stækka peysuna aðeins. Frænka mín er 8 ára og uppskriftin er gefin stærst fyrir 8 ára. Með því að nota stærri prjóna og lengja bol og ermar um 2 cm stækkaði ég peysuna upp í 9 ára og jafnvel rúmlega það. 

The sweater was a quick knit. It´s given up for knitting needle no. 4.5, but I decided to use needle no. 5 because I wanted to have the sweater a bit bigger than the pattern is given for. My niece is 8 years old and the recipe is given for sizes 8 years. By using larger knitting needle and extend the torso and sleeves about 2 cm, the sweater is usable for a 9 years old and even a bit longer than that.




Stroffið var mjög fallegt og óhefðbundið. Það setti töluverðan svip á peysuna og skreytir hana. Svo notaði ég tölur sem eru eins og maríubjöllur og mjög fallegar. Ég fékk þær í tölubúðinni á Hellu (sem ég man ekki hvað heitir. Fínt ef einhver veit það og nennir að láta mig vita svo ég geti birt nafið). 
The rib pattern was very beautiful. It decorated the sweater very much. Then I used buttons that look like a lady beetles and are very beautiful. I got them in the button store  in Hella (which I can´t remember the name of).


Þetta var fiðrildapeysan sem ég gerði. Næst sýni ég myndir af hreindýrapeysu sem ég gerði fyrir 5 ára frænku mína. Þetta voru sem sagt mikil dýrajól í peysuprjóni.
This was the butterfly sweater I made. Next, I show pictures of reindeer sweater I made for my 5 year old niece. 


Saturday, December 1, 2012

Jóladagatal

Nú er búið að opna fyrir jóladagatal Garnstudio , Ég er með link inn á það og "allavega" ég mun kíkja á það á hverjum degi því þetta er partur af jólastemmningunni hjá mér.

To day the Advent calender from Garnstudio was activated. I have a link to it and "at least" I will look at it every day because this is part of the Christmas mood with me.

Thursday, November 22, 2012

Dúkkuföt


Fyrir ekki svo löngu síðan átti systurdóttir mín 8 ára afmæli. Mér fannst vel við hæfi að prjóna föt handa dúkkunni því eins og allir vita þá eru dúkkur alltaf fatalausar og þurfa því ný föt. Að minnst kosti skilst mér það af dúkkumömmum sem ég hef spjallað við.
Not so long ago my 8 year old aunt had a birthday. I thought it fitting to knit clothes for the doll because as everyone knows, the dolls always runs out of clothers and need new one.

Fyrir valinu varð sett úr prjónablaðinu Ýr. Munstrið á peysunni varð öðruvísi en á húfunni þar sem það var prjónað í sumarbústaðarferð með saumaklúbbi og athyglin því ekki alveg ofan í blaðinu. 
I  chose to knit set from the "knitting magazine Yr" . The pattern on the sweater was different than the pattern on the cap and that is probably because  I did knit the sweater in a trip to a cottage with knitting buddies and my concentrating not totaly on the pattern. 


í sjálfu  sér var ég nokkuð ánægð með nýja munstrið og fannst það alls ekki síðra en peysumunstrið. Ég ákvað samt að gera það ekki á húfuna því það fór alveg svaka mikil vinna í alla þessa kaðla og ég hreinlega bara nennti ekki að gera þá aftur.
To tell the truth, I was pretty happy with the new pattern. I still decided not to knit it on the hat because it was quite a work in all these cables and I simply decided to be too lazy to knit them again.


Frænka mín fékk einnig smekk fyrir dúkkuna í pakkanum því hún benti mér svo fallega á að dúkkan átti engan smekk eins og frænka hennar sem er eins árs og við vorum sammála um að það væri alveg ómöglegt að dúkkan væri smekklaus.
My aunt also got a bib for the doll in the package because she told me so nicely that the doll had no bib  like her cousin who is one year old and we agreed that it would be quite impossible for the doll not to have one bib in it´s cabinet.


Sunday, November 4, 2012

Lambúshetta

 Fyrir nokkru prjónaði ég lambúshettu handa systurdóttur minni. Hún var byrjuð hjá dagmömmu og farin að vera meira úti svo mig langaði að gera eitthvað hlýtt handa henni.
In september I made this lambúshetta for my syster daughter. I wanted to give her somthing warm for her birthday.


Ég notaði uppskrift frá Garnstudio sem ég hef prjónað eftir áður.
I used a pattern from Garnstudio wich I have knitted before.


Reyndar sleppti ég löngu skotti sem er á húfunni því mér fanst þetta betra. Það er auðveldara að setja hettu yfir þessa og ég vildi ekki hafa skott sem gæti krækst í eitthvað og skapað vandræði.
I did change it a bit because I didn´t like to have a longtail on it as is in the pattern.



Lambúshettan situr vel og lokar vel á eyrun og hálsinn. Ég prjónði hana úr Lanett og notaði bleikan lit og hvítt. Mér finnst þeir litir vera frekar krúttlegir saman á svona litlu barni.
 Lambúshettan sits well and closes well on the ears and neck. I knitted it from Sandnes - Lanett, using pink and white. I find it to be pretty cute together on such a small child.

P.S. Ef einhver veit hvernig lambúshetta er á ensku má alveg láta mig vita. Ég fann ekki út úr því. 

Friday, October 19, 2012

Lopavettlingar



Aldur: Dömustærð (vettlingarnir eru frekar háir upp)

Prjónar: Sokkaprjónar nr  5

Garn: Léttlopi, einn dokka ljósgrá og ein dokka dökkgrá

Uppskrift:

Fitjið upp  32 lykkjur með dökkgráa garninu á prjóna nr. 5 og prjónið stroff 1 slétt, 1 brugðin lykkja.Tengið í hringog prjónið 6 cm stroff. Að því loknu er prjónað slétt prjón.
Prjónið 6 umferðir slétt prjón.

Þá er komið að munstri.

          


                                   o er dökkgrár,        x er ljósgrár


Munstrið nær yfir 3 lykkjur

Þessar 9 umferðir (6 umferðir slétt prjón og 3 umferðir munstur) mynda munstrið.
Prjónið svona áfram þar til allt stykkið mælist 15 cm. (Ef vilji er til að stytta vettlingana er hægt að prjóna færri cm hér.)

Merkt fyrir þumli:
Nú er prjónað með öðru bandi fyrir þumlinum þannig:
Prjónið 11 lykkjur, prjónið núna 7 lykkjur með öðru bandi, færið lykkjurnar til baka á fyrri prjóninn og prjónið lykkjurnar sem eru með öðru bandi með lopanum og haldið áfram með vettlinginn.
Prjónið þar til vettlingurinn mælist 26 cm. Þá er komið að úrtöku.

Úrtaka:
Prjónið 3 lykkjur , síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Prjónið þá 2 lykkjur og síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Prjónið nú 1 lykkju og síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir. Slítið bandið frá og þræðið það í gegn um lykkjurnar sem eru eftir.

Þumall:
Nú þarf að rekja upp bandið sem var notað til að prjóna þumallykkjurnar. Þegar það er búið eru 7 og 6 lykkjur sem þarf að setja á prjóna. Nú er þumallinn prjónaður og mér finnst ágætt að taka upp 1 lykkju í hvoru viki svo ekki myndist gat þar. Það eiga því að vera 15 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 15 umferðir.
Prjónið þá 2 lykkjur saman allan hringinn 2 umferðir.
Slítið þá bandið frá og dragið í gegn um lykkjurnar.


Prjónið annan vettling alveg eins. Þetta er kosturinn við úrtökuna sem ég nota á vettlingnum. Vettlingarinir passa á hvora höndina sem er og það er engin hætta á að prjónaðir verði 2 vettlingar á sömu hendi (ótrúlega súrt þegar maður gerir það, ég kannast við það)

Frágangur:
Gangið frá öllum endum.
Mér finnst gott að þvo lopa úr sjampói og hárnæringu til að mykja ullina fyrir notkun.



Sunday, September 30, 2012

Vettlingar

 Nú er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Málið er að ég skipti um vinnu í ágúst og það tekur alltaf orku þegar maður fer í þannig stórræði. Skiptin voru reyndar góð að því leiti að þegar ég var búin að koma mér fyrir á nýja staðnum og farin að kynnast því góða fólki sem ég vinn með þar áttaði ég mig á því að ég átti í rauninni meiri kraft og orku eftir vinnu heldur en á gamla staðnum.
Því er það svo að þó ég hafi ekki bloggað þá er ég búin að vera að prjóna (enda ekki hægt að hætta því). 
Ég prjónaði lopavettlinga og ætla flótlega að skrifa uppskriftina að þeim og birta á blogginu. Dóttir mín hertók þá og finnst þeir æðislegir. Þeir eru frekar háir upp og loka því vel á milli peysu/úlpu og vettlinganna, ekkert bert skinn á milli sem kólnar upp. 


Ég prjónaði sokka á litlu frænku mína úr afgöngum og kalla þá Afgangasokka. Ég þarf aðeins að laga hælin á þeim, þ.e. uppskriftinni minni, og þegar ég er búin að því þá ætla ég að setja uppskriftina á bloggið. Mér finnst það alveg með ólíkindum að þegar ég ætlaði að prjóna sokka fyrir eins árs barn á prjóna nr. 3,5 þá fann ég ekki uppskrift af hefðbundnum sokku. Svo ég bjó þess til og komst að því að hællinn er ekki alveg eins og ég vil. 



Svo er ég líka nýlega búin að klára kaðlavesti sem ég er búin að vera ansi lengi með, á bara eftir að taka myndir af því. Ég kláraði líka (í gær) lambhúshettu á litlu frænku mína en á eftir að taka myndir af henni. 


It´s such a long time since I blogged last. The thing is that I changed my job in August and it always takes energy when one does such a thing after 15 years on the same place and job. But exchanges can do good things to you and that is what I got. I realized that now I have more energy after work when I com home and that is a very good thing.
Though I haven´t been blogging I have been knitting (impossible not to).
I knitted lopi mittens and plan to publish the pattern on the blog. My daughter captured them and  think that they feel wonderful. They're pretty high up so there is no bare and cold skin between them and coat so there is no cold skin.
I knitted socks for my little cousin from stash. I only need to fix the heel on them and when I'm done with that I plan to put the pattern on the blog. I find it absolutely unbelievable that when I was going to knit socks for one year old I found no pattern for traditional socks. So I made one for me and discovered that the heel is not quite the way I want.
I also recently finished vest that I've been knitting for a pretty long time, I just haven´t pictures of it yet. I also finished (yesterday) lambhúshetts (ski mask) for my little aunt but still have to take pictures.

Saturday, August 11, 2012

Bleikt

skal það vera þegar prjónað er handa 5 ára frænku. Ég prjónaði vestið fyrir systurdóttur mína og notaði uppskrift úr prjónablaðinu Ýr. 
Pink shall it be when you are knitting for 5 years old aunt. I made this vest for my sisters daugther after a pattern from Sandnes yarn.


Ég mixaði uppskriftina reyndar dálítið því ég notaði annað garn er gefið er upp. Útkoman er samt fín. 
I mix the recipe a little because I used a different yarn from what is indicated. The result are still fine.

Tölurnar keypti ég í Bjarkarhóli og er ég mjög ánægð með þær, ekki spillti fyrir að verðið var hóflegt þannig að það er hægt að mæla með búðinni. 
I liked those heartlike buttons a lot and they fit perfectly for the vest. 


Þá er það framgangurinn á sjalinu sem ég ákvað að prjóna á Ravellenic games . Sjalið er búið, búið að skola úr því og liggur og þornar. Þannig að á morgun þegar Ólympíuleikunum lýkur verður sjalið tilbúið. 
Then there is progress on the shawl I decided to knit at the Ravellenic games. A shawl is made, it has been washed and dried. So tomorrow when the Olympics end the shawl will be ready.

Saturday, July 28, 2012

Ravellenic games 2012

Ég ákvað að taka þátt í ravelympics, sem heitir núna  ravellenic games 2012 því ólympíuskipuleggjararnir gerði athugasemd við nafnið.
Ég ákvað að prjóna sjal og valdi að prjóna Arroy  sem er hannað af Sarah H Wolf. Þar sem ég er mjög hrifin af endurvinnslu ákvað ég að nota ullargarn sem var einu sinni peysa sem ég  ákvað að rekja upp.
Í gær fitjaði ég upp í sjalið og prjónaði fyrstu umferðina á meðan ég horfði á innsetningarathöfn Ólympíuleikanna.


I decided to join ravelympics wich now are called ravellenic games 2012.
I decided to knit a shawl and chose to knit Arroy designed by Sarah H Wolf. Since I am very fond of recycling, I decided to use woolen yarn that was once a sweater.
Yesterday I did cast on and knitted the first round while I watched the opening ceremony of the Olympics.

Monday, July 23, 2012

Fiðrildagrifflur



Aldur: 4 – 6 ára

Prjónar: Sokkaprjónar nr  3 og 3½

Garn: Smart, einn ljós og annar dökkur. Ég notað ljósbleikan og dökkbleikan

Uppskrift:

Fitjið upp  32 lykkjur með ljósara garninu á prjóna nr. 3 og prjónið stroff 1 slétt, 1 brugðin lykkja.Tengið í hring.
 Prjónið 15 umferðir (5 cm). Skiptið þá um lit og prjónið 4 umferðir stroff með dekkri litnum.
Skiptið nú yfir á  prjóna nr 3½ og prjónið slétt prjón með dekkri litnum. Prjónið 4 umferðir slétt. Þá er komið að því að auka út fyrir þumalfingri.


Þumaltunga

 Prjónið fyrstu lykkjuna á fyrsta prjóni og aukið síðan um 1 lykkju með því að prjóna bandið á milli fyrstu og annarar lykkju snúið. Prjónið áfram þar til 1 lykkja er eftir á síðasta prjóninum, aukið þá um 1 lykkju með því að prjóna bandið á milli lykkjanna snúið. Prjónið 2 umferðir án útaukningar. Endurtakið þessar 3 umferðir tvisvar sinnum í viðbót, alls 9 umferðir. Þá eru komnar 8 lykkjur sem mynda þumaltunguna. Þessar 8 lykkjur eru núna geymdar á bandi eða prjónanælu og 4 lykkjur fitjaðar upp. Þá eru 34 lykkjur á prjónunum.


Prjónið nú áfram þar til öll grifflan mælist 14 cm. Þá eru prjónaðar 4 umferðir perluprjón þ.e. 1 lykkja slétt og 1 lykkja bruðgðin og sléttu og brugðnu lykkjurnar látnar stangast á ( brugðin lykkja prjónast yfir slétta lykkju og slétt lykkja prjónast yfir brugðna lykkju).

Eftir þessar 4 umferðir er fellt af.

Þumall:
Prjónið lykkjurnar 8 sem voru geymdar og prjónið upp 4 lykkjur í þær lykkjur sem voru fitjaðar upp í þumalgrófinni. Prjónið 3 umferðir slétt og síðan 3 umferðir  stroff  þannig að 2 sléttar lykkjur eru prjónaðar og síðan 1 brugðin lykkja. Fellið laust af.

Prjónið aðra grifflu eins og þá sem er búin.

Fiðrildi:


 Fitjði upp 7 lykkjur á prjóna nr. 3½. Prjónið slétt prjón 5 umferðir. Pjónið næstu umferð þannig: prjónið 3 lykkjur saman, prjónið 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur saman. Nú eru 3 lykkjur á prjóninum. Prjónið til baka. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið þrisvar í sömu lykkjuna þannig að farið er framan og aftan í lykkjuna, prjónið 1 lykkju og prjónið síðan þrisvar í sömu lykkkjuna. Þá eru aftur komnar 7 lykkjur á prjóninn. Prjónið 5 umferðir og fellið af.  Prjónið annað stykki eins.

Frágangur:

Gangið frá öllum endum.

Fiðrildið er saumað á handarbak grifflunnar. Leggið fiðrildið þannig að það liggi slétt yfir griffluna og kipri hana ekki saman. Saumið niður hliðarnar (enda vængjanna) og það er fínt að nota frágangsendann til þess. Miðjan er síðan fest niður og ég vafði endanum 3 sinnum í kring um hana til að fá hana aðeins þykkari. Ég saumaði síðan angana út frá búknum og það er auðvelt að ákveða hversu langir þeir eiga að vera. Mínir angar eru 1½ cm að lengd.

Síðan er einnig hægt að sleppa þvi að hafa þetta sem fiðrildi og nota stykkið sem slaufu.

Njótið
Anna Fanney


Thursday, July 5, 2012

Skátahúfa

fyrir flottan skátastrák. 
Scout hat for a nice boy scout.


Frændi minn er að fara á Landsmót skáta í sumar og ákvað félagið hans að allir skátarnir í því yrðu með prjónaða húfu merkta félaginu með sér. Að sjálfsögðu bauðst ég til að prjóna húfuna því mér finnst mjög gaman að fá óvænt verkefni í hendurnar.
My cousin is going on big scoutmeeting this summer and his club decided that all the members would have on a knitted cap with the name of the club. Of course I offered to knit the cap because it feels very nice to get unexpected task to knit.


Í fyrstu framsetningu af uppskriftinni fékk maður frekar litlar upplýsingar um hvernig ætti að prjóna húfuna en síðan var það lagað og þá var frekar auðvelt að fylgja uppskriftinni. Það eina sem hefði mátt vera til viðbótar í henni var að setja fram hvað átti að prjóna margar lykkjur frá miðju að aftan áður en byrjað var á munstrinu. Kanski er búið að bæta því við, ég hef ekki tékkað á því.


Hér má síðan sjá skátastrákin flotta með húfuna sína.
Here above you can see my scoutcousin with his hat.


Ég er búin að hekla mér glasamottur eftir African flower munstrinu. Fyrsta skammtinn gaf ég systur minni í afmælisgjöf. Það er líklega sama hvaða liti maður setur saman, þeir koma alltaf vel út.
I've been crocheting more coasters after the African flower pattern. Now I made them for me, those first I made I gave my sister for her birthday. There is probably no matter what colors you put together, they always look good.

Wednesday, June 27, 2012

"Mittens for me"

Ég kláraði þessar grifflur um daginn. Munstrið var sett fram sem "mystery knit" hannað af Laura Linneman á Ravelry svo ég vissi bara að ég var að far að prjóna grifflur en ekki hvernig grifflur.

I finished these Wrist Warmers few days ago. The pattern was presented as a "mystery knit" designed by Laura Linneman on Ravelry. I just knew what I was going to knit, but not what it looked like.

Þegar ég byrjaði skildi ég munstrið eitthvað illa. Þegar ég sá að útkoman var einhvern veginn ekki lógísk fór ég að lesa uppskriftina betur. Já, ég er enn á því stigi að halda að það sé nóg fyrir mig að renna yfir uppskriftina og þá skilji ég hana. Eftir mörg mörg mörg ár af prjónaskap ætti ég að vera búin að læra að þannig virkar þetta ekki. Án gríns, ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði bara búið til nýtt munstur en fannst það síðan ekki nógu flott.

When I started I did something wrong. When I saw that the result was somehow not logical, I read the pattern better. Yes, I'm still at that stage to believe that it is enough for me to fast-read the pattern and then know exactly what to do. After many many years of knitting I should have learnd not to do this but some do learn slowly.


Svo ég rakti allt upp og byrjaði aftur og vandaði mig við að lesa í gegn um uppskriftina. Þá komu þessa flottu fléttur fram. Núna veit ég að þær eru kallaðar latvian braid og eru bara ekkert erfiðar í prjóni.

So I started again and read carefully through the pattern. Then , out came this beautifully knitted braid. Now I know that they are called latvian braid and are not difficult to knit.


Svo er það nýjasta nýtt í dellupokann minn. Ég set vatn í krukku (það var pastasósa í þessari), læt hana inn í ískáp svo vatnið verði ískalt, sker síðan niður sítrónu eða lime eða appelsínu eða .... og læt út í. Þá er kominn besti svaladrykkurinn í sólbaðið.


So this is my latest thing . I put water in a jar (it contained pasta sauce), let it into the refrigerator so the water will be freezing, cuts down the lemon or lime or orange, or .... and let in the water. Then you have ice cold water when the sun i shining.

Friday, June 15, 2012

Cecilia vestið

Nú er farið styttast í að ég klári kaðlavestið. Svo sem kominn tími á það enda búin að prjóna það í meira ein ár.  Ég hef það þó sem smá afsökun að það er frekar seinprjónað vegna allra kaðlanna og ég er nú ekkert rosalegur aðdáandi kaðlaprjóns. En fallegt er það.


Það sem er eftir er að prjóna hálslíninguna en hún er með kaðli eins og er á framstykkjunum.


Garnið sem ég nota í vestið er keypt í Ömmu Mús og er blanda af ull og silki. Það heitir DUO og er alveg magnað garn.
Uppskriftin er eftir hönnuð sem heitir Else Schjellerup. Uppskriftina keypti ég í Ömmu Mús og er hún einblöðungur.

Now it will not be lont til I finish my Cecilia-vest. It´s about tima because I have been kniting it for over a year. I have, however, some excusebecause it has been rather slow knitting because of all the cables and I'm not such a huge fan of them when it comes to knitting. But beautiful it is.
What is left now  is to knit  a neckband and it has a cable like the rest of the vest.

The yarn I used is a blend of wool and silk. It's called DUO is amazing yarn.
The pattern is designed by a danish designer named Else Schjellerup.  

Wednesday, May 23, 2012

Citrus

Fyrir stuttu kláraði ég Sítrussjal. Þetta er annað sjalið sem ég prjóna eftir uppskriftinni.


Ég notaði garn frá Lang sem ég keypti í Garnbúðinni Gauju í Mjódd.


Garnið er grátónað og mislitt. Myndirnar mínar gera garninu ekki góð skil, það er miklu fallegra heldur en sést á þeim.

Uppskiftina fékk á á Ístex vefnum og er slóðin http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/



Í restina ákvað ég að setja mynd af peysu sem mamma prjónaði fyrir mörgum árum síðan (þegar brúna og appelsínugula tískan var). Hún prjónaði hana í heilu lagi og mér finnst nokkuð skemmtilegt að sjá að þessi prjónastíll á peysum sé kominn aftur.


Fewdays ago did I finished a Citrus shawl. It´s the second one I knit from the icelandic translate. The yarn I used is greyscale. My pictures is not doing the colors of the yarn justice, it is much more beautiful than they showes. The pattern is from the website Ístex and is found here: http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/ .
I decided to put a picture of a sweater that my mother knitted many years ago (when the brown and orange fashion was). She knitted it in one piece and I think it feels quite nice to see that this style of knitting sweaters are back.

Sunday, April 29, 2012

African flower

 Nú er ég skyndilega mjög upptekin af því að hekla. Líklega vegna þess að það bíða svo mörg prjónaverkefni eftir því að klárast.


Á pinterest fann ég þetta fallega munstur sem kallast african flower. Ég stormaði í Europris og keypti mér nokkrar dokkur af bómullargarni. Það er nógu ódýrt garnið þar til að maður tími að kaupa nokkra liti að leika sér með.


Ég hef verið að hekla stakar dúllur og eru þær hugsaðar sem glasamottur fyrir sumarið ... og líklega bara lengur þar sem þær eru mjög fallegar.


 Slóðin að uppskriftinni er http://www.craftpassion.com/2011/04/crochet-african-flower-paperweight-granny.html/2 og eru útskýringar góðar bæði í orði (ensku) og leiðbeiningarmyndum sem fylgja með.


Svona líta þær út, 6 saman.

Now I'm suddenly very busy to crocheting. Probably because so many knitting projects waits for to be finished. On the Pinterest web I found this beautiful pattern called African flower. I stormed into local yarn shop and bought me a couple of colorful cotton yarn. I've been crocheting dollies and are they intended as a glass mats for the summer ... and probably longer because they look colorfull and beautiful. The path for the flower is http://www.craftpassion.com/2011/04/crochet-african-flower-paperweight-granny.html/2 and it contains good explanations both in words (English) and picture instructions.


 Svo er það skýjatrefillinn. Svona lítur hann út núna og það er auðvelt að sjá að það hefur verið frekar skýjað síðan um miðjan mars. Ég held að einu sinni eða tvisvar hafi ég verði farin að hafa áhyggjur af því hvað hann er grár og notað þokkalegan vilja til að sigta út þegar himininn var nokkuð blár og prjónaði þá.

Then there is the cloud scarf. On it it´s easy to see that it's been pretty cloudy since mid-March. I think once or twice I started to worry about that it was rather gray and probably used my good will to look out when the sky was quite blue and knitted then.


 Í dag dró ég upp eitt af skrilljón verkefnunum mínum sem ég hef byrjað á og ekki klárað. Kúapúðinn hefur beðið ansi lengi eftir að ég veitti honum athygli. Ég ætla áð reyna að þrauka og sauma sem mest, kanski að klára hann.

To day I pulled up one of my skrilljón projects I've started and not finished.The cow pad has waited quite long to have my attention. I will give it my interest as long as nothing else will cath my attention. Talking about atention span......


Að lokum er það candy garnið sem ég keypti mér í vetur. Ég er reyndar ekkert búin að gera úr því en það tekur sig sérdeilis vel út í skál inn í stofu.

At last there is a picture of the candy yarn that I bought this winter. I haven´t actually done anything with it but it looks nice in a bowl in the living room.