Wednesday, August 31, 2011

Margt í gangi

eins og venjulega. Þar af leiðandi gengur hægt að klára það sem er byrjað á. Hér er t.d. peysa sem ég er að prjóna og er alveg að verða búin með. Hún verður partur af heimferðasetti.


Svo er það spa settið. Sápur og andlitsþvottapoki. Ótrulega gott fyrir húðina.
Að lokum er það lesturinn sem er sálinni nauðsynlegur. Charlaine Harris er í uppáhaldi núna hvort sem er í bók eða þætti. Klikkar ekki. True blood er ansi góð afþreying.