Saturday, May 25, 2013

Bangsapeysa

Þá er bangsapeysan tilbúin til að pakka inn og gefa.
Here is the teddy bear sweater I have been knitting ready to pack and give away.


Ég setti bleikar hello Kitty tölur á peysuna og eru þær bara verulega fínar á henni. Tölurnar keypti ég í tölubúðinni á Hellu sem ég get bara ekki munað hvað heitir.
I put pink hello Kitty buttons on it and they look very fine on it. I bought those buttons in a store in Hella  that I can not remember the name of.


Hvítir bangsar.
White teddies.

Þar sem peysan er klippt í sundur ákvað ég að fela fráganginn með fallegum borða. Bara með því að sauma borðann yfir sauminn og endana varð frágangurinn allur miklu fallegri.
Since the sweater is machine sewed steeked, I decided to finish it with a nice ribbon. Just by stitching ribbon over the seam and the ends makes the finishing so much prettier.


Húfan er prjónuð með sama munstri og ermarnar og skreytt með dúski.
The hat is knitted with the same pattern as the sleeves and decorated with pompon.


Hér er svo peysu- og húfusettið þar sem sést í fráganginn....
Here is the sweater and the hat, showing the finishing with the ribbon ....


og hér er settið tilbúið til gjafar. 
and here it is ready to give away.


Wednesday, May 15, 2013

Blogg

Alltaf þegar ég fer á flakk á Pinterest finn ég spennandi blogg sem ég vil geyma. Ég rakst á þetta blogg í dag og ákvað að bæta því við á listann minn yfir blogg sem ég fylgist með. Bloggið heitir 

La Maglia di Marica og er ótrúlega flott. Það er reyndar á ítölsku en með öllum þýðingarforritunum hlýt ég að geta bjargað mér í gegn um textann ef mig langar að gera eitthvað sem höfundurinn gefur uppskrift að. 

Whenever I visit Pinterest I find some interesting blogs that I want to look at again. I came across this BlOGG today and decided to add it to my list of blogs that I follow. The blog is called

La Magliana di Marica

and is incredibly cool. It is actually in Italian but with all translation applications it Must be easy to translate it to a language that i can understand. 


silken-straw-sweater425
http://www.familiejournal.dk/~/media/websites/FamilieJournalen.dk/Website/Handarbejde/Strik%20til%20born/2012/02/08%20Babytroeje%20280.ashx5395560900_3627a03fd2_b_medium2_medium

Sunday, May 12, 2013

Endurvinnsla - recycling

Í dag er heimilið frekar illa statt því ég er farin að sjá hráefni úr allt of mörgu sem fellur til á því.
Today my home is in rather difficult condition because I'm starting to see everything as a material to make something out of.

Það þýðir að ég hendi allt of litlu og geymi því of mikið t.d. af fötum sem eru komin úr tísku eða orðin of lítil eða slitin.
That means I store far too much and throw to little of clothes that have come out of fashion or become to small or are to much used. 

Ég tók mig því til um helgina og dró fram peysu sem hefur legið hjá mér í nokkurn tíma og ákvað að sauma púðaver úr henni.
This weekend I pulled out a sweater (of my stash of old clothes) and decided to sew a cushion.

Ég klippti hana í sundur og bjó mér síðan til skapalón sem var 12*12 cm í þvermál. Saumfarið var 1 cm svo ég miðaði við að fá búta sem voru 11*11 cm að stærð þegar búið var að sauma þá saman.
I cut the sweater apart and made ​​me a squares that were 12 * 12 cm. in diameter. After sewing the squares together the pieces were 11 * 11 cm in size.

Allt var notað.
Almost every pice of the sweater was used. 

 Svo var sest við að sauma bútana saman.
 And then there was some sewing to do.


Ég komst að því að ég átti ekki rennilás til að sauma í púðann svo ég bjargaði mér með böndum sem ég hef klippt af peysum og bolum sem ég hef keypt (sem eru notuð til að flíkurnar renni ekki af herðatrjánnum í búðunum).
I discovered that I did not have a zipper to sew to the cushion, so I decided to use some bands I've cut of sweaters and T-shirts that I've bought (used to prevent the garments from slipping off the clothes hangers).


Önnur hliðin er úr jöfnum ferningum og eru þeir 4 * 4 og stungnir út með bleikum tvinna. 
One side is made of equal squares and they are 4 * 4 and decorated with pink thread.
 Hin hliðin er úr óreglulegum bútum því þá var ég að nýta það sem eftir var og eru þeir 8 cm breiðir og mislangir. Efst þurfti ég síðan að nota stroff sem var í kraganum því peysan sjálf dugði ekki til.
The other side is made of irregular pieces that I cut out of what was left of the sweater and they are 8 cm wide and different in length. I had to use the rib collar on top of my sewing because I had no more material of the sweater available. Every scrap used.


Og tada, flottur púði kominn í stólinn og ef hann skitnar út er ekkert annað að gera en að setja hann í þvottavélina því hann þolir það mjög vel :-) 
And tada, classy chair cushions is ready for use and if it gets dirty I can just throw it in the  washing machine because it can handle it very well :-)

Saturday, May 4, 2013

Amigurumi

 Eins og venjulega er ég með allt of mikið í gangi hvað handavinnuna varðar. Yndislega 8 ára frænka mín kom með Candy magazine til mín og spurði hvort ég gæti gert kanínu fyrir sig. Að sjálfsögðu sagði ég já. 
As usual, I have too much going on when it comes to yarn produgt.  My adorable 8 year old aunt came to me with a Candy magazine and asked if I could make a rabbit for her. Of course I said yes.

Kanínan situr fremst á myndinni á blaðinu. Það er sú græna.  Ég er langt komin með hana.
Our rabbit is sitting at the front of the magazine. The green one. I'm almost finished.


Það eina sem er eftir er að hekla kinnarnar, klára að sauma hana saman og bæta við augum og nefi.
All that is left is to crochet cheeks, finish sewing it together and add eyes and nose.


Það hefur eiginlega komið mér á óvart hvað það er gaman að hekla amigurumi. Það eina sem háir mér við heklið er að þetta er svo smátt að ég þreytist ótrúlega í lófanum sem heldur utan um stykkið. Líklega held ég allt of fast um það en oft verð ég að hætta því ég er komin með verk í þumalinn og lófann.
It has really been a surprised how much fun I´m having when I´m crocheting amigurumi figure. What troubles me is that this is so small thing to crocet that I get very tired in the palm of my hand when holding the piece I´m croceting. I probably hold it too hard about it and because of that I often have to stop because I got a pain in the thumb and palm.