Friday, October 19, 2012

LopavettlingarAldur: Dömustærð (vettlingarnir eru frekar háir upp)

Prjónar: Sokkaprjónar nr  5

Garn: Léttlopi, einn dokka ljósgrá og ein dokka dökkgrá

Uppskrift:

Fitjið upp  32 lykkjur með dökkgráa garninu á prjóna nr. 5 og prjónið stroff 1 slétt, 1 brugðin lykkja.Tengið í hringog prjónið 6 cm stroff. Að því loknu er prjónað slétt prjón.
Prjónið 6 umferðir slétt prjón.

Þá er komið að munstri.

          


                                   o er dökkgrár,        x er ljósgrár


Munstrið nær yfir 3 lykkjur

Þessar 9 umferðir (6 umferðir slétt prjón og 3 umferðir munstur) mynda munstrið.
Prjónið svona áfram þar til allt stykkið mælist 15 cm. (Ef vilji er til að stytta vettlingana er hægt að prjóna færri cm hér.)

Merkt fyrir þumli:
Nú er prjónað með öðru bandi fyrir þumlinum þannig:
Prjónið 11 lykkjur, prjónið núna 7 lykkjur með öðru bandi, færið lykkjurnar til baka á fyrri prjóninn og prjónið lykkjurnar sem eru með öðru bandi með lopanum og haldið áfram með vettlinginn.
Prjónið þar til vettlingurinn mælist 26 cm. Þá er komið að úrtöku.

Úrtaka:
Prjónið 3 lykkjur , síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Prjónið þá 2 lykkjur og síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Prjónið nú 1 lykkju og síðan 2 lykkjur saman allan hringinn.
Prjónið 2 umferðir. Slítið bandið frá og þræðið það í gegn um lykkjurnar sem eru eftir.

Þumall:
Nú þarf að rekja upp bandið sem var notað til að prjóna þumallykkjurnar. Þegar það er búið eru 7 og 6 lykkjur sem þarf að setja á prjóna. Nú er þumallinn prjónaður og mér finnst ágætt að taka upp 1 lykkju í hvoru viki svo ekki myndist gat þar. Það eiga því að vera 15 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 15 umferðir.
Prjónið þá 2 lykkjur saman allan hringinn 2 umferðir.
Slítið þá bandið frá og dragið í gegn um lykkjurnar.


Prjónið annan vettling alveg eins. Þetta er kosturinn við úrtökuna sem ég nota á vettlingnum. Vettlingarinir passa á hvora höndina sem er og það er engin hætta á að prjónaðir verði 2 vettlingar á sömu hendi (ótrúlega súrt þegar maður gerir það, ég kannast við það)

Frágangur:
Gangið frá öllum endum.
Mér finnst gott að þvo lopa úr sjampói og hárnæringu til að mykja ullina fyrir notkun.