Monday, July 25, 2011

Endurvinnsla

er skemmtileg. Stundum vakna fínar hugmyndir sem hægt er að láta verða úr.
To recycle is fun. Sometimes you get a good idea to work with.
Alltaf þegar ég hef sett gallabuxur í endurvinnlsu finnst mér grátlegt að henda þessu fína hráefni sem ónýtar gallabuxur eru.
Always when I throw jeans away I feel bad about throwing that nice material instead using to make something.
Einn daginn fékk ég þá hugmynd að klippa þær niður og búa til teppi úr þeim.
One day I got the idea to cut old jeans down and make blanket out of them.
Ég safnaði gallabuxum af fjölskyldumeðlimum í nokkurn tíma og klippti niður í ræmur. Allar ræmurnar eru jafnbreiðar en mislangar, alveg frá því að vera nokkrir sentimetrar í að vera næstum á lengd við hálfa buxnaskálm.
I gathered old jeans from the family and cut them down. Those cutdowns were the size of a brick but different in lengt.
Ég saumaði ræmurnar saman og núna er komið þetta líka fína rúmteppi fyrir frumburðinn.
I sewed the strips together and made a bedspread for my firstborn. So the old jeans got a afterlife and are doing well to cower the bedsheets when there are roomfill of teenagers wisiting.
Ég tók mig líka til um daginn og málaði útidyrahurðina að innan verðu. Hún var svarbrún á litin og andyrið alltaf frekar dimmt fannst mér vegna þess. En nú er hurðin orðin hvít og allt annað að koma inn, svo miklu bjartara þó það sjáist ekki vel á myndinni.
I also painted my outdor on the inside. The colour was darkbrown and therefore rather dark to enter the hall. But now the doors are white and so much brighter to enter my home ewen thou it dosen´t show in the photo.

Thursday, July 7, 2011

Hver skyldi

eiga þennan flotta maga?
Jú, engin önnur en Karólína gíraffi.
Karólína fékk þann heiður í dag að vera afmælisgjöf til 4 ára frænku minnar.
Hún er hekluð úr bómullargarni og uppskriftina fann ég á netinu. Það er frekar langt síðan að ég heklaði síðast en þetta gekk bara vel.
Karólína er flott hvert sem er að framan eða aftan. Svo passar hún svo einstaklega vel í lófa 4 ára stelpu að það var ekkert mál að halda á henni.
Það eina sem ég lenti í vandræðum með voru hornin hennar. Þau voru svo ansi mjó. Það átti að hekla toppinn (það fjólubláa), troða inn í og hekla síðan það gula. Ég var alveg að detta í óþolinmæðiskast og fúlt skap þegar ég ákvað að láta slag standa og gera eins og mér fannst best.
Ekki dugði að láta Karólínu til nýja eigandans nema heimamundur fylgdi með svo hún fékk með sér teppi og treyju. Kjólin fær hún bráðum en hann hvarf með einhverjum undarlegum hætti og fannst ekki fyrir afmælið. Hann er samt fundin og ég á bara eftir að festa tölur og skola úr honum, síðan fylgir hann Karólínu á nýja heimilið.
This is a giraff I made for a 4 year old aunt. The pattern is from Lion brand and it was easy to follow it. There the giraff´s name is Georgia but it is not an Icelandic name so I changed it to Karólina wich is old tradisional Icelandic name. It was rather nice croceting this project, especially because it is a long time since I crocheted last time. It´s no way to let á giraff get a new home without letting it take something with it so I made a blanket, dress and a west for Karólínu to take with her to her new home and owner.

Friday, July 1, 2011

Peysan

sem ég var að gera á frumburðin er loksins tilbúin. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að setja myndir inn fyrr er sú að frumburðurinn kláraði allt niðurhal mánaðarins fyrri hluta júnímánaðar og þar af leiðandi hef ég ekki komist inn á neinar erlendar síður, þar með talið bloggið mitt.
Uppskriftin er fengin úr prjónablaðinu Ýr nr 42. Það er hún reyndar hettulaus en ég bætti við hettu að ósk sonarins. Ég mundi segja að það væri fínt að prjóna hana við sjónvarpið. Hún er ótrúlega einföld og í restina fannst mér orðið leiðinlegt að prjóna hana.
Rennilásin keypti ég í Hvítlist og ég verð nú bara að segja að ég er rosalega ánægð með hann. Þetta er járnrennilás og aðeins grófur svo hann passaði akkúrat við peysuna. Það hefði ekki verið flott að setja mjóan plastrennilás á hana.
Eitthvað mældi ég ermarnar vitlaust þegar ég var að prjóna þær því þær voru of stuttar fyrir stóran strák. Ég skil ekki hvernig ég klúðraði því. Ég var búin að sauma þær í og hélt að ég væri búin með peysuna þegar drengurinn fór í hana og mistökin komu í ljós. Svo fúlt.
I finally finist this sweater I was knitting for my firstborn. It´s about one year since I started this project. It was rather simple to make it and in the end it was almost boring. But in the end it looked fine and hopefully my boy will use it a lot. My feeling is that when I knit for my kids it´s more for me to enjoy the knitting than for them to wear those tings I knit.