Saturday, December 31, 2011

Prjónaðar jólagjafir 2011

Þá er komið að því að sýna hvað ég prjónaði í jólagjafir nú í lok ársins. Eins og alltaf fór ég heldur seint af stað og ákvað að vera skynsöm og hætta tímanlega áður en jólin gengju í garð. Síðustu ár hef ég verið að klára að prjóna eftir miðnætti aðfaranóttar aðgangadags.

Ég prjónaði dúkkuföt handa systurdóttur minni. Hún fékk þennan útigalla sem ég prjónaði úr tvöföldum plötulopa, ég notaði tvo liti af bleikum lopa.Svo átti ég voða fínar gylltar tölur með bleikri miðju.


Hún fékk líka dúkkubuxur. Í rauninni er hún búin að biðja um þær síðan hún átti afmæli og ég gaf henni dúkkufötin sem ég birti myndir af hér fyrir nokkru síðan. Mér fannst sniðugt að setja þær með í jólapakkann.
Yngsta systurdóttir mín fékk þessa álfahúfu. Ég fann uppskriftina á Garnstudio og fannst hún ótrúlega flott.

Hún er heldur ekkert smá krúttleg þegar búið er að klæða litluna í hana.  Uppskriftina er að finna á þessari slóð:  http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=b21&d_id=34&lang=no
Hún er falleg hvort heldur er á stráka eða stelpur.


Að lokum Gleðilegt ár

Wednesday, December 21, 2011

Jólin koma og fara

Það er ótrúlegt hvað jólin líða hratt. Það er náttúrulega alltaf nóg að gera á aðventunni.
Ég heklaði jólatré úr mjög fallegu skrautgarni. Einnig heklaði ég hjörtu en á eftir að búa til eitt fyrir mig og taka myndir af því til að birta.

Svo ákvað ég að búa til pakkakort. Ég sá fyrirmyndina á netinu og ákvað að nota hana. Kortin voru fín en dáldið fyndin því þetta líktist feitum fuglum með heindýrahorn.En á pakkanaa fóru kortin og enn er enginn búinn að grínast með kortin.

Monday, December 5, 2011

Jólatré

Ég hef undanfarið verið að hekla lítil jólatré. Uppskriftin er sú sama og myndin hér fyrir neðan sýnir en ég hef notað glitgarn og sleppt snjónum.

Advent Garland Day 1

Ég hef ekki enn komið því í verk að taka myndir af trjánnum mínum en ákvað að láta slóðina ef aðrir hafa áhuga á að hekla jólatré.


Þetta er slóðin og það er margt annað sniðugt á blogginu. The royal sisters eru flinkir heklarar og gaman að fylgjast með því sem þær eru að gera.

Ég er líka farin að vinna í jóladagatalinu mínu en það er trefill sem saman stendur af 24 ólíkum prjónamunstrum. Það er þýskur hönnuður sem er með þetta í gegn um Ravelry og fær maður eina uppskrift á dag frá fyrsta desember til 24. des. Ég birti mynd þegar ég er komin vel af stað.

Að lokum, þá bætti ég við flipa fyrir jóladagatalið á Garnstudio vefnum. Þar opnar maður einn dag í einu og það þýðir ekkert að svindla.


Saturday, November 26, 2011

Dúkkusokkabuxur

Meðan stelpan mín var lítil var hún dúkkumamma. Og ég þar af leiðandi dúkkuamma. Eins og allar handlagnar ömmur bjó ég til sitt lítið af hverju handa dúkkubarninu. Til dæmis gerði ég þó nokkuð af sokkabuxum handa dúkkunni. Nú á ég 7 ára systurdóttur sem er dúkkumamma og mig langaði að gera sokkabuxur handa henni.

Sokkabuxurnar eru ótrúlega einfaldar og kosta ekkert nema tíma og tvinna. Ég man ekki lengur hvaðan ég fékk aðferðina til að búa til sokkabuxurnar.

Það sem gert er:
1. Velja fallega sokka sem eru orðir það slitnir að þeir eru ekki notaðir lengur.

2. Hæll, il og tá eru klippt í burtu og síðan klippt upp eins og myndin sýnir.

3. Hliðarnar eru síðan saumaðar saman og mynda þær saum sem liggur yfir kvið og rass (fram og aftur)
4. Sokkarnir eru lagðir saman þannig að það myndast skálmar á sokkabuxurnar, sem sagt saumur á móti saum þar sem stykkin voru saumuð saman í skrefi 3.

5. Nú eru skálmarnar saumaðar saman í einum saum.

6. Sokkarbuxunum er nú snúið yfir á réttuna og eru tilbúnar fyrir heppna dúkku og dúkkumömmu.

Friday, November 4, 2011

Wolves

Þegar sonurinn biður um eitthvað prjónað frá mér fær hann það meðan það er innan skynsemismarka. Hann kom um daginn til mín og bað mig að prjóna fyrir sig húfu með merki Wolves á. No problemo.

Ég lét hann fá það verkefni að finna mynd af úlfamerkinu og lét hann fá rúðustrikað blað fyrir prjónamunstur svo hann gæti teiknað munstrið upp fyrir mig. No problemo.

Ég ákvað að prjóna bara eitt merki og nota myndprjón svo það væru ekki endar þvert yfir. Í staðinn fékk ég fullt af endum að ganga frá. Hvenær færir maður ekki fórnir fyrir gott verk.

Úlfahúfan er nú tilbúin og er notuð næstum á hverjum degi. Ég var ótrúlega fegin að hann heldur með þessu liði í ensku deildinni því ekki hefði ég viljað prjóna mancester merkið. Það hefði verið meiriháttar mál.
I knitted this Wolves cap for my son. I let him do the sketching and drawing on a marked paper, then I knitted it for him. He loves it and wear it almost every day.

Thursday, October 6, 2011

Dúkkuföt

Um daginn varð frænka mín 7 ára. Ég ákvað að prjóna dúkkuföt handa henni í afmælisgjöf.


Hún fékk útifatasett. Húfu, trefil, sokka, vettlinga og peysu.


Settið var prjónað úr bleiku og hvítu lanett.
Síðan var þvegið og lagt til svo settið yrði eins fínt og hægt er.Þetta er peysan...
og hér er húfan....
og sokkarnir....
að ógleymdum treflinum.
Gjöfin vakti mikla lukkur og nú er frænka búin að panta buxur í stíl við settið. Þegar ég fæ svona flottar óskir og áhuga á því sem ég geri get ég ekki sagt nei svo buxur eru á leiðinni.
This is a dollset I knitted for a 7 years old aunt for her birthday. She was very happy about it and has asked me to knit á pants for her doll that match the sweater.

Saturday, October 1, 2011

Sokkar

Ég prjónaði þessa sokka fyrir nýfædda systurdóttur mína. Þeir eru hluti af heimferðarsetti sem ég á enn eftir að setja inn mynd af.
Litlu dömunni lá svo á að koma í heimin og hitta frænku sína (mig) að hún fæddist áður en sokkarnir voru tilbúnir. Þar sem svo fallegt stelpukríli var komið í heiminn ákvað ég að punta upp á sokkana á stelpulegan hátt og heklaði 4 lítil blóm sem ég saumaði á böndin.
Og viti menn, sokkarnir urðu ótrúlega krúttlegir við það að fá blómin á sig.
Here is a picture of the little socks that I knitted for my newborn cousin. I added a crocheted flowers to make the socks more girlie and think it did work out well.

Sunday, September 25, 2011

Grifflur

Ég prjónaði þessar grifflur fyrir Óbó systur. Mín hönnum eins langt og það nær. Ég hef notað lykkjufjöldann áður en bætti við gatamynstri til að skreyta grifflurnar.

Ég gleymdi að taka mynd af grifflunum tilbúnum en bjarga því næst þegar ég hitti sys.


Wednesday, September 14, 2011

Ný síða

til að skoða. Ég hef lesið þetta ( downcloverlaine.blogspot.com ) blogg í dáldin tíma. Sú sem er með það er dugleg að setja út uppskriftir af barnasmekkjum og þvottastykkjum með skemmtilegum munstrum. Vona að aðrir hafi gaman af því líka og geti nýtt sér hönnunina hennar.

Wednesday, August 31, 2011

Margt í gangi

eins og venjulega. Þar af leiðandi gengur hægt að klára það sem er byrjað á. Hér er t.d. peysa sem ég er að prjóna og er alveg að verða búin með. Hún verður partur af heimferðasetti.


Svo er það spa settið. Sápur og andlitsþvottapoki. Ótrulega gott fyrir húðina.
Að lokum er það lesturinn sem er sálinni nauðsynlegur. Charlaine Harris er í uppáhaldi núna hvort sem er í bók eða þætti. Klikkar ekki. True blood er ansi góð afþreying.

Monday, July 25, 2011

Endurvinnsla

er skemmtileg. Stundum vakna fínar hugmyndir sem hægt er að láta verða úr.
To recycle is fun. Sometimes you get a good idea to work with.
Alltaf þegar ég hef sett gallabuxur í endurvinnlsu finnst mér grátlegt að henda þessu fína hráefni sem ónýtar gallabuxur eru.
Always when I throw jeans away I feel bad about throwing that nice material instead using to make something.
Einn daginn fékk ég þá hugmynd að klippa þær niður og búa til teppi úr þeim.
One day I got the idea to cut old jeans down and make blanket out of them.
Ég safnaði gallabuxum af fjölskyldumeðlimum í nokkurn tíma og klippti niður í ræmur. Allar ræmurnar eru jafnbreiðar en mislangar, alveg frá því að vera nokkrir sentimetrar í að vera næstum á lengd við hálfa buxnaskálm.
I gathered old jeans from the family and cut them down. Those cutdowns were the size of a brick but different in lengt.
Ég saumaði ræmurnar saman og núna er komið þetta líka fína rúmteppi fyrir frumburðinn.
I sewed the strips together and made a bedspread for my firstborn. So the old jeans got a afterlife and are doing well to cower the bedsheets when there are roomfill of teenagers wisiting.
Ég tók mig líka til um daginn og málaði útidyrahurðina að innan verðu. Hún var svarbrún á litin og andyrið alltaf frekar dimmt fannst mér vegna þess. En nú er hurðin orðin hvít og allt annað að koma inn, svo miklu bjartara þó það sjáist ekki vel á myndinni.
I also painted my outdor on the inside. The colour was darkbrown and therefore rather dark to enter the hall. But now the doors are white and so much brighter to enter my home ewen thou it dosen´t show in the photo.

Thursday, July 7, 2011

Hver skyldi

eiga þennan flotta maga?
Jú, engin önnur en Karólína gíraffi.
Karólína fékk þann heiður í dag að vera afmælisgjöf til 4 ára frænku minnar.
Hún er hekluð úr bómullargarni og uppskriftina fann ég á netinu. Það er frekar langt síðan að ég heklaði síðast en þetta gekk bara vel.
Karólína er flott hvert sem er að framan eða aftan. Svo passar hún svo einstaklega vel í lófa 4 ára stelpu að það var ekkert mál að halda á henni.
Það eina sem ég lenti í vandræðum með voru hornin hennar. Þau voru svo ansi mjó. Það átti að hekla toppinn (það fjólubláa), troða inn í og hekla síðan það gula. Ég var alveg að detta í óþolinmæðiskast og fúlt skap þegar ég ákvað að láta slag standa og gera eins og mér fannst best.
Ekki dugði að láta Karólínu til nýja eigandans nema heimamundur fylgdi með svo hún fékk með sér teppi og treyju. Kjólin fær hún bráðum en hann hvarf með einhverjum undarlegum hætti og fannst ekki fyrir afmælið. Hann er samt fundin og ég á bara eftir að festa tölur og skola úr honum, síðan fylgir hann Karólínu á nýja heimilið.
This is a giraff I made for a 4 year old aunt. The pattern is from Lion brand and it was easy to follow it. There the giraff´s name is Georgia but it is not an Icelandic name so I changed it to Karólina wich is old tradisional Icelandic name. It was rather nice croceting this project, especially because it is a long time since I crocheted last time. It´s no way to let á giraff get a new home without letting it take something with it so I made a blanket, dress and a west for Karólínu to take with her to her new home and owner.

Friday, July 1, 2011

Peysan

sem ég var að gera á frumburðin er loksins tilbúin. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að setja myndir inn fyrr er sú að frumburðurinn kláraði allt niðurhal mánaðarins fyrri hluta júnímánaðar og þar af leiðandi hef ég ekki komist inn á neinar erlendar síður, þar með talið bloggið mitt.
Uppskriftin er fengin úr prjónablaðinu Ýr nr 42. Það er hún reyndar hettulaus en ég bætti við hettu að ósk sonarins. Ég mundi segja að það væri fínt að prjóna hana við sjónvarpið. Hún er ótrúlega einföld og í restina fannst mér orðið leiðinlegt að prjóna hana.
Rennilásin keypti ég í Hvítlist og ég verð nú bara að segja að ég er rosalega ánægð með hann. Þetta er járnrennilás og aðeins grófur svo hann passaði akkúrat við peysuna. Það hefði ekki verið flott að setja mjóan plastrennilás á hana.
Eitthvað mældi ég ermarnar vitlaust þegar ég var að prjóna þær því þær voru of stuttar fyrir stóran strák. Ég skil ekki hvernig ég klúðraði því. Ég var búin að sauma þær í og hélt að ég væri búin með peysuna þegar drengurinn fór í hana og mistökin komu í ljós. Svo fúlt.
I finally finist this sweater I was knitting for my firstborn. It´s about one year since I started this project. It was rather simple to make it and in the end it was almost boring. But in the end it looked fine and hopefully my boy will use it a lot. My feeling is that when I knit for my kids it´s more for me to enjoy the knitting than for them to wear those tings I knit.

Tuesday, June 14, 2011

Ömmudúllur

geta verið aðeins öðruvísi. Ég fann þessar leiðbeiningar fyrir heklaða dúllu sem er hringur í miðjunni en formið er ferhyrnt þegar dúllan er tilbúin. Á eftirfarandi slóð eru góðar leiðbeiningar um hvernig á að hekla dúlluna. Síðan er sniðugt að setja þetta saman í púða, teppi eða eitthvað allt annað.

http://attic24.typepad.com/weblog/summer-garden-granny-square.html

Kíkið á þetta. Ég er að hugsa um að byrja á púða með þessu munstir. Ég hef séð það hjá nokkrum bloggurum m.a. á Sols(tr)ikke síðunni.

Tuesday, June 7, 2011

Theodora

Það eru líklega um 3 vikur síðan ég kláraði Theodoru sjalið mitt.

Ég skráði mig í mystery knit á Ravelry og fékk uppskriftina að sjalinu í tveimur skömmtum.
Fyrst kom prjón sem ég hef aldrei prjónað fyrr og átti ótrúlega erfitt með að átta mig á því. Prjónapínurnar mínar eru bara svo flinkar og þar sem þær voru líka að prjóna svona sjal gat ég fengið allar upplýsingar frá þeim.
Þegar fyrri hlutinn var búinn tók við blúnduprjónið (gataprjónið). Þá kom í ljós þessi fallega blúnda sem skreytir sjalið.
Garnið sem ég notaði var Kauni. Ég man ekkert hvar ég keypti það og er búin að hugsa það mikið og leita eftir því í nokkrum búðum. Ég bara finn það ekki. Ég er stórhrifin af því og ef einhver veit hvaða búð selur það má endilega láta mig vita.
Sjalið er æði. Bæði hlýtt og létt, svo er hönnunin flott. Ég mæli með Ravelry. Það er hægt að finna allt þar sem mann langar til að prjóna, bæði einfalt og flókið.
I did knit my Theodora from Mystery Cal on Ravelry. I realy do like this shawl. The desing is beautiful. I used Kauni to knit it from. It´s a great yarn og the shades in it are magnificent.