Ég skráði mig í mystery knit á Ravelry og fékk uppskriftina að sjalinu í tveimur skömmtum.
Fyrst kom prjón sem ég hef aldrei prjónað fyrr og átti ótrúlega erfitt með að átta mig á því. Prjónapínurnar mínar eru bara svo flinkar og þar sem þær voru líka að prjóna svona sjal gat ég fengið allar upplýsingar frá þeim.
Þegar fyrri hlutinn var búinn tók við blúnduprjónið (gataprjónið). Þá kom í ljós þessi fallega blúnda sem skreytir sjalið.
Garnið sem ég notaði var Kauni. Ég man ekkert hvar ég keypti það og er búin að hugsa það mikið og leita eftir því í nokkrum búðum. Ég bara finn það ekki. Ég er stórhrifin af því og ef einhver veit hvaða búð selur það má endilega láta mig vita.
Sjalið er æði. Bæði hlýtt og létt, svo er hönnunin flott. Ég mæli með Ravelry. Það er hægt að finna allt þar sem mann langar til að prjóna, bæði einfalt og flókið.
I did knit my Theodora from Mystery Cal on Ravelry. I realy do like this shawl. The desing is beautiful. I used Kauni to knit it from. It´s a great yarn og the shades in it are magnificent.
Vává, geggjað! Er þetta sjalið sem þú varst með á skautasýningunni eða er mig að misminna??
ReplyDeleteKv. Ólöf
Þetta er það.
ReplyDelete