lykkjurnar aftur inn í prjónið þá var nauðsynlegt að taka bandið á milli lykkjanna með til að það myndaðist ekki gat.
Þegar hællinn var myndaður skildi ég lykkjurnar eftir óprjónaðar á prjóninum þar til 11 lykkjur voru eftir til að prjóna, eftir það prjónaði ég þær aftur með eina í einu inn í umferðina.
Með því að taka bandið með sem var á milli lykkjanna kom ég í veg fyrir að það myndaðist gat þegar lykkja var prjónuð aftur með.
Herdís Birna er svakalega ánægð með sokkana sem hún fékk. Ég ætlaði að gera þá á mig en þegar hún sá litinn á þeim ákvað hún að þeir væru fyrir hana og ég gat ekki sagt nei. :-)
No comments:
Post a Comment