Wednesday, August 12, 2009

Heim frá "Norge"

Þá erum við komin heim eftir frábæra dvöl í góðu yfirlæti í Noregi. Fyrst fórum við til Kristínar vinkonu í Osló og síðan til Sólveigar systur í Sandnes. Ég held bara að það sé ekki hægt að biðja um betri mótökur en við fengum hjá þeim.
Mikið svakalega eigum við glataða krónu. Þetta var svo hallærislegt að við tímdum varla að kaupa okkur hálfa lítra af gosi því flaskan kostaði á bilinu 300 - 500 ísl. kr. eftir því hvar flaskan var keypt. Það var nánast sleikt innan úr flöskunum svo ekkert færi til spillis. Núna þurftum við að margfalda allt sem við keyptum með 20 til að fá út íslenska verðið en þar áður þegar ég fór marfölduðum við allt með 10 og þá var sko gaman að vera í Osló.
Því miður bilaði myndavélin þegar ferðin var við það að klárast svo ég verð að bíða með að setja inn myndir þar til ég get nálgast þær.
Ég er búin með annan sokkinn þar sem ég byrjaði á tánni. Þetta er nú svo sem ekkert endilega betri aðferð en sú gamla. Ég er komin að hælnum á hinum sokknum en ætla ekki að gera hann fyrr en ég get notað myndavélina því mig langar að setja inn myndir af því hvernig hann er gerður.

No comments:

Post a Comment