Í sumar rakti ég upp gamla bómullarpeysu sem ég var búin að eiga í nokkur ár og tímdi ekki að henda. Afraksturinn eru þessir fínu hnyklar. Eftir að ég var búin að rekja upp peysuna átti ég ca. 600 g af þessu líka fína, hvíta garni. Einhvern tímann kemur að því að ég viti hvað á að gera úr þvi.
Nú er bara að finna fleiri peysur. Ég hef reyndar augastað á einni sem Gunni á en er hættur að nota..... Þetta er líklegast skemmtilegasta endurvinnslan sem ég hef ástundað og er ég svo sannarlega ekki hætt henni.
Rétt áður en vinnan hófst eftir sumarfrí ákváðum við að mála og það alla neðri hæðina. Náttúrulega þvílíkt þrekvirki en löngu tímabært. Þvílíkur munur á svæðinu, allt svo fínt og snyrtilegt.
No comments:
Post a Comment