Saturday, August 29, 2009

Það er nú meira hvað það er mikið af skemmtilegu handverksbloggi á netinu. Ég get setið tímunum saman og skoðað blogg. Þegar bloggararnir setja inn myndir af því sem þeir eru að prjóna, spinna, o.s.frv. get ég alveg gleymt mér í tölvunni og tíminn telur í klukkustundum en ekki mínútum.
Í dag bætti ég við einni finnskri/usa bloggsíðu á blogglistann minn. Konan sem á hana er að hanna ferlega flottar flíkur, vettlinga, sokka, .... Ég fann hana inn á Ravelry síðunni og er búin að tengja hana inn á uppáhöldin (skrítið orð, ætli það sé rétt hjá mér?) mín þar. Slóðinn er https://www.ravelry.com/account/login . Það þarf reyndar að sækja um aðgang að henni en það er algjörlega þess virði því inn á síðuna safnast alls konar hönnun frá áhuga- og atvinnuhönnuðum og mikið af henni er hægt að fá ókeypis.
Ég er búin að opna síðu inn á Ravelry en er enn ekki farin að hanna neitt til að setja þarna inn heldur er bara með myndir af því sem ég er búin að gera. Einhvern tímann bætist hitt kanski við. Hver veit!!!

No comments:

Post a Comment