Tuesday, September 8, 2009

Nú er sko langt síðan síðast.

Á laugardaginn var Laugavegurinn lokaður (helmingurinn af honum) fyrir umferð. Ég fór auðvitað í bæinn til að sýna stuðning við framtakið. Fyrst ég lagði í þessa bæjarferð varð ég auðvitað að skoða ákveðnar búðir þar.

Ég byrjaði á því að fara í Storkinn og var svo heppin að nýja Rowan blaðið var að detta inn um lúguna hjá þeim. Ég fékk því blaðið mitt til að taka heim. Þar sem ég er í Rowan klúbbnum fannst mér ekki úr vegi að nýta mér afsláttinn sem ég hef og keypti mér því flotta garnhespu sem endar líklega í sokkum eða vettlingum. Og því var einnig mjög hentugt að kaupa prjóna (þessa æðislegu frá Knit pro) til að prjóna á. Maður á aldrei of mikið af prjónum.

Síðan fór ég í Nálina en sá engar freistingar þar.

Því var tilvalið að fara í nýju Eymundson verslunina á Skólavörðustígnum og þar var auðvitað ferlega smart prjónablað sem ég sogaðist að og gat ekki sleppt.

Helgin var því æði, nóg að skoða og þukla ;-)


No comments:

Post a Comment