Sunday, September 20, 2009

Lopataska

Þá er lopataskan fyrir mömmu búin. Enn og aftur kemur mér það á óvart hvað litirnir eru fallegir í lopanum. Ég hef nánast ekkert prjónað úr brúnum lopa en þvílíkir litir. Ég á örugglega eftir að prjóna úr þessum litum aftur.

Litirnir eru dásamlegir og ég held bara að það sé ekki hægt að láta sér mistakast.

Hér er ég búin að sauma töskuna saman en á eftir að þæfa hana. Ég mátti til með að setja inn mynd af henni sem sýnri hvað hún er stór. Eftir þæfingu verður taskan eins og flestar aðrar töskur að stærð, þ.e. hún nær ekki lengur niður á miðja leggi.

Og svo bara meira af henni...

Eftir að búið er að þæfa töskuna (í þvottavél) er varla hægt að sjá að hún sé prjónuð með garðaprjóni, ullin þæfist svo vel saman.

3 comments: