Monday, September 21, 2009

Affellingar - ráð

Ég fékk þessi fínu ráð send í netprjónablaði sem ég fæ vikuleg. Mér fannst sérstaklega ráðið með lausu endalykkjuna gott því ég lendi iðulega í þessum vanda.
Loose Loop Alert (laus endalykkja)

When all of the stitches on the needle are bound off, the last stitch can be quite loose. To tighten and neaten this stitch, work it with the stitch in the row below it: insert the right needle from the back into the stitch below the last stitch, lift this stitch and place it onto the left needle (Figure 1).
Then knit the stitch below and the last stitch together. Bind off the last stitch on the right needle, cut the yarn, and pull the cut end through the last stitch to secure it (Figure 2).
Svo kom annað ráð og það er að fella af með 2 númerum stærri prjónum en prjónað var með. Þá er minni hætta á að t.d. hálsmál verði of þröngt. Þetta hef ég gert í töluverðan tíma enda nóg að lenda nokkru sinnum í því að þurfa að rekja upp affellinguna. Samt er ég reyndar með eina peysu núna sem ég þarf að rekja affelinguna á kraganum upp því hún herpist saman en kraginn á að breiða úr sér yfir axlirnar.
Svo er enn eitt ráðið sem ég var að læra og það er að fitja upp fleiri lykkjur en þarf þegar fitjað er upp fyrir sokka. Þegar fyrsta umferðin er prjónuð eru 2 lykkjur prjónaðar saman (jafnt dreift yfir) þannig að eftir stendur sá lykkjufjöldi sem á að nota í sokkana. Með þessu verður stroffið aldrei of þröngt.

No comments:

Post a Comment