Monday, September 14, 2009

Réttir og afmæli

Víðidalstungurétt.

Þá er helgin liðin. Mikið ótrúlega var hún skemmtileg og mikið ótrúlega var ég þreytt eftir hana. Á föstudag brunuðum við sem leið lá í Víðidalinn til að taka þátt í Víðidalstungurétt sem var haldin á laugardaginn.

Herdís Birna og Anna Sigga að draga í dilka

Í réttunum var síðan mikill atgangur þar sem kindurnar voru ekki allar á sama máli og mannskapurinn. Þær vildu sem sagt fæstar fara í rétta dilka og varð því að draga þær á sinn stað. Ég uppgötvaði á sunnudag að það eru einhverjir upphandleggsvöðvar (sem eru svona undir eða á bak við) sem ég nota sjaldan og var ég því með svaka harðsperrur í þeim.
Hér sést aftan á mig þar sem ég er eitthvað að blanda mér í málin.
Svo voru allir ótrúlega svangir og gott að komast í nesti sem Sigga á Þorkelshóli var búin að smyrna ofan í okkur.

Þegar búið var á flokka féð á rétta staði þurfti að reka það heim að bæ, Þorkelshóli. Það var 3ja tíma göngutúr í þúfum og á malarvegi og sikksakki því ekki ganga kindur í beinni röð og grasið var mikil freisting fyrir þær. Við Daníel höfðum það þó af að ganga allan tíman og vorum við orðin nokkuð þreytt í fótunum þegar þetta var yfirstaðið.

Að lokum var okkur boðið upp á gott sveitalæri með öllu tilheyrandi og það er sjaldan sem ég er eins svöng og eftir réttirnar.
Sem dæmi um hvað ég var þreytt, þá var sýnd sannsöguleg mynd í sjónvarpinu um 2 golfara sem unni sig upp í golfi meðan það var eingöngu fyrir aðal og yfirstétt. Éf hef engan áhuga á golfi en það var ekki hægt að slíta mig frá myndinni. Ég held að það hafi verið þreytunni að kenna. Ég hefði örugglega fundið mér annað að gera ef ég hefði verið heima í sófa.
Við komum heim á sunnudeginum. Við rétt stukkum inn með dótið, fórum í snögga sturtu og síðan var farið í afmæli til mömmu. Þar biðu kræsingar og skemmtilegt fólk svo við sátum lengi.

Í morgun komst ég varla á fætur.

Fyrst ég var að segja frá kindum og mömmu ákvað ég að setja inn myndir af lopatöskunni sem ég er að gera fyrir mömmu. Ég er reyndar byrjuð að sauma hana saman svo nú fer hún að klárast.
Litirnir í ullini eru ótrúlega fallegir og er ég sérstaklega hrifin af brúna litnum núna.

2 comments:

  1. Hæ. Fann þessa síðu www.ravelry.com í gegnum tattúgellusíðuna www.littlebirdscraft.com

    Hún hrósaði ravelry síðunni fyrir hugmyndir og fleira.

    Mér varð strax hugsað til þín og prjónanna þinna :o)

    ReplyDelete
  2. Ég er komin með svæði á Ravelry og safna myndum þar. Samt komin með frekar lítið inn. Þarf að bæta úr því.

    ReplyDelete