Wednesday, September 9, 2009

"Toe upp" sokkarnir löngu búnir

Ég ákvað að setja inn myndir af toe upp sokkunum sem ég gerði. Ég er nú bara nokkuð ánægð með þá. HB er líka ánægð með þá enda hirti hún þá af mér þegar hún sá þá verða til. Hildur samkennari minn og vinnuvinkona er jafn hrifin af þessari aðferð og ég. Hún er búin að prjóna að minnsta kosti eitt par þar sem hún byrjaði á tánni.

Daman mín vildi sjálf fá að taka myndir af sér í sokkunum og er afraksturinn hér til sýnis.

Hællin kemur ágætlega út og er ótrúlega auðveldur í prjónun. Málið var að taka bandið upp þegar "geymdu" lykkjurnar voru prjónaðar aftur með. Með því að gera það tókst mér að koma í veg fyrir að það myndaðist gat á milli lykkjanna.

Hér fyrir neðar eru svo myndir af sokkunum.

Fínir á fæti.


Hællinn kemur vel út.

Eitt sem er svo sniðugt við það að byrja á tánni er að ef maður er ekki viss um að garnið dugi í sokkaparið er hægt að prjóna sokkana þar til það er búið og þá ræðst hvað sokkarnir verða háir upp á legginn. Þannig er hægt að nýta upp garn sem til er. Ekki þarf heldur að vera tilbúin með varagarn til að prjóna tánna úr.

No comments:

Post a Comment