Þeir eru bæði sniðugir og flottir og því stóðst ég ekki mátið að setja slóðina af uppskriftinni inn á hjá mér. Hún er http://crazyknittinglady.files.wordpress.com/2009/09/podstergloves-sept26.pdf
Ég er langt komin með skrautlegu lopapeysuna mína. Ég er í pælingum með úrtökuna við axlir og háls en þetta er allt að koma.
Ég held ég geti verið nokkuð viss um að enginn annar eigi svona lopapeysu. :-)
Í gærkvöldi ákvað ég að prjóna mér einfaldar handstúkur úr afgangsgarni sem ég átti. Það tókst og ég skartaði þeim í vinnunni í dag. Þær eru ansi góðar að því leiti að þær eru úr angóru og ullargarni svo það er heitt að hafa þær á sér.
Það er svo merkilegt að þegar ég var að taka mynd af þeim glampaði það mikið á gangórugarnið að liturinn sést varla.
No comments:
Post a Comment