Monday, October 5, 2009

Alltaf að prjóna

Það er alveg ótrúlegt hvað það er gaman að byrja á nýju prjónaverkefni. Ég fyllist spennu þegar þannig er því það er svo gaman að sjá hvernig litirnir koma út, hvernig munstrið verður og þannig áfram.
Síðustu vikur hef ég byrjað á nokkrum nýjum verkefnum. Sum þeirra eru jólagjafir og nú er ég búin að lofa sjálfri mér því að vera búin með prjónaðar jólagjafir fyrir Þorláksmessu. Síðustu jól sat ég fram yfir miðnætti aðfaranótt aðfangadags til að klára síðustu gjöfina. Þegar ég hafði lokið við hana og fór að skoða afraksturinn sá ég mér til mikills hryllings að ég hafði prjónað 2 útprjónaða norska vettlinga á sömu hönd. Þetta aðfangadagskvöld fékk systir mín einn vettling í jólagjöf og svo hinn í áramótagjöf.

Næstu 2 myndir sýna vettlinga sem ég fann á Garnstudio vefnum og er að prjóna. Garnið sem ég nota er Drops Alpaca og er ótrúlega fallegt garn.
Á þessari mynd sést lófasvæðið.

Þessi mynd sýnir handarbakið.Svo er ég að prjóna sokka handa einhverjum.....

Síðan eru það handstúkur sem eru dáldið háar. Þegar ég er búin með þær og get tekið almennilega mynd ætla ég að setja uppskriftina á vefinn. Ég er búin að bögglast í gegn um þær og lagað uppskriftina til svo hún verði nothæf.


1 comment: