Sunday, October 11, 2009

Handstúkur og peysa

Þá er ég búin með handstúkurnar sem tengdamamma fær í afmælisgjöf. (Afmælið reyndar liðið fyrir nokkru síðan) Ég er bara ánægð með þær og á örugglega eftir að útfæra þær á annan hátt. Ég ætla að setja niður uppskriftina og birta hana á blogginu. Já þetta er sem sagt eftir mig. Fyrsta hönnunin sem ég ætla að birta opinberlega.

Gatamunstrið var einfalt og kemur fallega út sem lína í stúkunni.
Nú um helgina tókum við mamma slátur svo það er búið. Amma kom og hrærði fyrir okkur eins og hún hefur gert frá því ég man eftir mér. Mikið svakalega er ég fegin að vera búin að þessu. Og það sem þetta smakkaðist vel í gærkvöldi. Ummmmm....
Ég skellti mér á lokadag útsölunnar í Skröppu og keypti mér slatta af pappír til að skrappa með. Það er svo mikið til af fallegum pappír að það var verulega erfitt að hemja sig. Ég bara skil ekki hvað það er mikið til af fallegu hráefni til að vinna með. Hvernig er hægt að gera ekki handavinnu þegar það er svona mikið fallegt til?
Ég stóðst ekki mátið að setja inn myndir af Herdísi Birnu í peysunni sem ég prjónaði handa henni í sumar. Hún er ánægð með peysuna en finnst hún stinga aðeins. Nú þegar farið er að kólna getur hún notað peysuna því þá er hún í einhverju síðerma undir.

Og svo ein mynd af munstrinu í nærmynd. Þarf reyndar að fá mér betri myndavél því þessi nær ekki að fókusa nógu vel. Súrt..

2 comments:

  1. Slátur.....jakk....

    Peysan hennar Herdísar er rosalega flott, falleg peysa á fallegri stelpu :-)

    Kveðja frá Sólveigu

    ReplyDelete
  2. Hvað er þetta, slátur er gott. Og já ég er sammála því að þetta sé falleg stelpa í fallegri peysu.

    ReplyDelete