Saturday, July 25, 2009

Sokkar - toe up

Það er alltaf svo gaman þegar maður finnur eitthvað nýtt að prófa. Það nýjasta nýtt hjá mér er að prjóna sokka og byrja á tánni. Þetta hef ég aldrei prófað áður. Spennandi. Uppskriftina fann ég í júlíblaði Knit today. Svo var bara að byrja....
Fyrst var að fitja upp og taka síðan upp jafn margar lykkjur á móti lykkjunum sem voru fitjaðar upp. (T.d. fitja upp 8 l, prjóna 1 umf. og tek síðan upp 8 l. 16 lykkjur á prjóninum.w) Það reyndist mér vel að prjóna nokkra hringi með allar lykkjurnar á 2 prjónum, þá fór ekki allt í klessu.

Síðan var haldið áfram að prjóna þar til 50 lykkjur voru á prjónunum og eftir það hring eftir hring þar til lengdin var komin sem þarf að hælnum. Hvernig gengur með hælinn kemur næst.

Við Herdís sátum úti í sól og sumari, ég að byrja á sokknum og hún að búa til kort handa Katrínu, litlu frænku.
Ekki má gleyma hinum áhugasama Bubba byggi sem lætur ekkert handverk fram hjá sér fara.

Ég ákvað að láta myndir af handstúkunum fylgja með. Það var verulega skemmtilegt að búa þær til og ég held bara að þetta verði afmælisgjöfin sem ég gef konum næsta árið. Það er hægt að leika sér með liti og breyta munstri svo úrvalið verður mikið þegar upp er staðið.

2 comments:

  1. Handstúkurnar eru æðislegar. Annars held ég að þú sért haldin prjónasýki á háu stigi.. Sem minnir mig á það, ég keypti eitt prjónablað handa þér, sendi nafnið í sms-i í gær bara svo þú kaupir það ekki óvart sjálf.

    ReplyDelete
  2. Þetta er alveg rétt hjá þér. Ólæknandi prjónasýki á háu stigi.

    ReplyDelete