Thursday, July 23, 2009

Gaman gaman

Nú er ég búin með settið sem Katrín á að fá í afmælisgjöf. Ég er ánægð með það og finnst flott að blanda saman ullargarninu og angórunni til skrauts. Þetta eru töluverðar andstæður sem virka vel saman.
Ég ákvað að setja líka inn mynd af lopatösku sem ég prjónaði í vor. Formið er skemmtilegt og lopinn bara flottur.

Um daginn fórum við til Þingvalla. Veðrið var gott og ég prófaði myndavélina. Uppgötvaði að aðdráttarlinsan var mun sterkari en ég hélt.Í vikunni fórum við í Dýragarðinn Slakka í Laugarási. Þvílíkur unaðsreitur sem sá staður er í góðu veðri fyrir alla fjölskylduna.

No comments:

Post a Comment