Monday, July 13, 2009

Sumarsól

Ma og pa komu heim frá Boston í gær. Við fórum og sóttum þau út á flugvöll, það er svo notalegt að koma heim eftir flug og einhver sem er ekki með flugþreytu í sér keyrir mann heim.
Ég og börnin heimsóttum þau í dag til að bjóða þau almenninlega velkomin heim. Daníel fékk reyndar mp3 spilara sem þau keyptu fyrir hann úti og hefur ekki verið til viðtals síðan, Herdís fékk þessar líka fínu gervineglur og er orðin svaka pæja og ég fékk þetta fína scrap dót í afmælisgjöf og þar að fara að nota það. Ég fékk alveg fiðring í puttana þegar ég sá stafina og blúnduna og ......Annars er það þannig að þegar sólin skín reynir maður að vera úti því það eru ekki svo margir góðir dagar á Íslandi. En í kvöld, æ nei þá er So you think you can dance og ég missi ekki af því. Á morgun hlýtur að verða tími til að scrappa smá.

No comments:

Post a Comment