Tuesday, July 14, 2009

Dugleg

Ég er búin að skrappa eina blaðsíðu í dag. Enn og aftur er Boston á dagskrá og nú kláraði ég seinni blaðsíðuna um skóðagferðina okkar.
Ég er líka búin að lesa úti í sólinni svo það var líka smá sólbað. Einnig er ég að búa til afmælisgjöf handa lítilli frænku sem er nýlega búin að eiga afmæli. Það er því nóg að gera. Mikið svakalega er gott að vera í sumarfríi og ég finn hvað vinnan er að þvælast mikið fyrir öllu þessu sem mig langar til að gera. En þannig er það líklega hjá svo mörgum. Hjá mér er ekki nóg að bæta við klukkustundum í sólarhringin heldur þyrfti ég líka fleiri daga í árinu til að geta gert allt sem mig langar til að gera.

No comments:

Post a Comment