Thursday, July 9, 2009

Loksins er ég búin með peysuna hennar Herdísar. Mynd af henni er hér fyrir neðan. Hún var mjög ánægð með hana en finnst hún stinga dálítið. Hún þarf bara að vera í einhverju síðerma undir og þá er þetta í lagi.Ég fór í göngutúr í dag og heldur betur kominn tími til. Ég er að breytast í algjört sófadýr og vill bara gera handavinnu daginn út og daginn inn. Skemmtilegast að gera það sem ég
hanna sjálf.

Sjalið sem sést hér gerði ég fyrir tæplega 2 árum síðan. Það er gert úr afgöngum, frá því að vera ca 15 cm spottar í að vera litlir hnyklar sem ég notaði. Það var ótrúlega gaman að prjóna það því það var ekki nokkur leið að sjá hvað lenti við hvað. Ég var búin að hnýta alla endana saman og búa til einn heljarstóran hnykil til að prjóna úr.

No comments:

Post a Comment