Saturday, July 4, 2009

Búðaæði

Í dag fór fjölskyldan í Kringluna sem væri ekki til frásagnar nema að allir nema ég komu heim með nokkra poka á mann. Það var hálf asnalegt að eiga ekki neitt til að taka upp úr poka. Ég var samt ánægð með fólkið mitt og þarf ekki að huga að fatainnkaupum á næstunni.

Ég er alveg að verða búin með rauðu kaðlapeysuna. Á ég bara eftir að sauma hana saman og prjóna belti sem er með henni. Peysan er fengin úr nýjasta prjónablaðinu Ýr og er á dótturina. Í blaðinu er hún prjónuð í bláu garni.

Ég datt inn á góða handavinnusíðu í dag sem er með prjón, hekl o.fl ofl. Linkurinn inn á hana er http://www.knittingdaily.com/. Mæli með henni.

No comments:

Post a Comment