Ég ákvað að setja inn myndir af broti af því sem ég hef búið til í gegn um tíðina. Það er alveg svakalegt hvað ég gleymi að taka myndir af því sem ég hef gert.

Lopapeysa á mig og pokemon peysa á Daníel

Dúkkukerrupoki sem Karen frænka fékk í jólagjöf 2009.

Húfa sem Katrín frænka fékk.

Peysa sem Karen frænka fékk í jólagjöf 2009.

Kanína sem Karen frænka fékk í skírnargjöf.

Lopapeysa sem Daníel er loksins farinn að passa í.

Sett sem Haukur Ingi Möggu Heiðu strákur fékk í fæðingargjöf.

Svona eins vettlinga fengu Katrín og Karen í jólapakkanum 2009.
Húfur sem ég prjónaði fyrir nokkur börn sem eru mér kær.
Var að renna í gegnum bloggið. Ég þarf að koma með bangsann minn og vettlingana svo þú getur smellt af þeim myndum og birt hér á blogginu. Annars er þetta allt glæsilegt hjá þér, á því leikur enginn vafi.
ReplyDelete