Ég hef undanfarið verið að hekla lítil jólatré. Uppskriftin er sú sama og myndin hér fyrir neðan sýnir en ég hef notað glitgarn og sleppt snjónum.
Ég hef ekki enn komið því í verk að taka myndir af trjánnum mínum en ákvað að láta slóðina ef aðrir hafa áhuga á að hekla jólatré.
Þetta er slóðin og það er margt annað sniðugt á blogginu. The royal sisters eru flinkir heklarar og gaman að fylgjast með því sem þær eru að gera.
Ég er líka farin að vinna í jóladagatalinu mínu en það er trefill sem saman stendur af 24 ólíkum prjónamunstrum. Það er þýskur hönnuður sem er með þetta í gegn um Ravelry og fær maður eina uppskrift á dag frá fyrsta desember til 24. des. Ég birti mynd þegar ég er komin vel af stað.
Að lokum, þá bætti ég við flipa fyrir jóladagatalið á Garnstudio vefnum. Þar opnar maður einn dag í einu og það þýðir ekkert að svindla.
No comments:
Post a Comment