Sunday, May 12, 2013

Endurvinnsla - recycling

Í dag er heimilið frekar illa statt því ég er farin að sjá hráefni úr allt of mörgu sem fellur til á því.
Today my home is in rather difficult condition because I'm starting to see everything as a material to make something out of.

Það þýðir að ég hendi allt of litlu og geymi því of mikið t.d. af fötum sem eru komin úr tísku eða orðin of lítil eða slitin.
That means I store far too much and throw to little of clothes that have come out of fashion or become to small or are to much used. 

Ég tók mig því til um helgina og dró fram peysu sem hefur legið hjá mér í nokkurn tíma og ákvað að sauma púðaver úr henni.
This weekend I pulled out a sweater (of my stash of old clothes) and decided to sew a cushion.

Ég klippti hana í sundur og bjó mér síðan til skapalón sem var 12*12 cm í þvermál. Saumfarið var 1 cm svo ég miðaði við að fá búta sem voru 11*11 cm að stærð þegar búið var að sauma þá saman.
I cut the sweater apart and made ​​me a squares that were 12 * 12 cm. in diameter. After sewing the squares together the pieces were 11 * 11 cm in size.

Allt var notað.
Almost every pice of the sweater was used. 

 Svo var sest við að sauma bútana saman.
 And then there was some sewing to do.


Ég komst að því að ég átti ekki rennilás til að sauma í púðann svo ég bjargaði mér með böndum sem ég hef klippt af peysum og bolum sem ég hef keypt (sem eru notuð til að flíkurnar renni ekki af herðatrjánnum í búðunum).
I discovered that I did not have a zipper to sew to the cushion, so I decided to use some bands I've cut of sweaters and T-shirts that I've bought (used to prevent the garments from slipping off the clothes hangers).


Önnur hliðin er úr jöfnum ferningum og eru þeir 4 * 4 og stungnir út með bleikum tvinna. 
One side is made of equal squares and they are 4 * 4 and decorated with pink thread.
 Hin hliðin er úr óreglulegum bútum því þá var ég að nýta það sem eftir var og eru þeir 8 cm breiðir og mislangir. Efst þurfti ég síðan að nota stroff sem var í kraganum því peysan sjálf dugði ekki til.
The other side is made of irregular pieces that I cut out of what was left of the sweater and they are 8 cm wide and different in length. I had to use the rib collar on top of my sewing because I had no more material of the sweater available. Every scrap used.


Og tada, flottur púði kominn í stólinn og ef hann skitnar út er ekkert annað að gera en að setja hann í þvottavélina því hann þolir það mjög vel :-) 
And tada, classy chair cushions is ready for use and if it gets dirty I can just throw it in the  washing machine because it can handle it very well :-)

No comments:

Post a Comment