Saturday, May 4, 2013

Amigurumi

 Eins og venjulega er ég með allt of mikið í gangi hvað handavinnuna varðar. Yndislega 8 ára frænka mín kom með Candy magazine til mín og spurði hvort ég gæti gert kanínu fyrir sig. Að sjálfsögðu sagði ég já. 
As usual, I have too much going on when it comes to yarn produgt.  My adorable 8 year old aunt came to me with a Candy magazine and asked if I could make a rabbit for her. Of course I said yes.

Kanínan situr fremst á myndinni á blaðinu. Það er sú græna.  Ég er langt komin með hana.
Our rabbit is sitting at the front of the magazine. The green one. I'm almost finished.


Það eina sem er eftir er að hekla kinnarnar, klára að sauma hana saman og bæta við augum og nefi.
All that is left is to crochet cheeks, finish sewing it together and add eyes and nose.


Það hefur eiginlega komið mér á óvart hvað það er gaman að hekla amigurumi. Það eina sem háir mér við heklið er að þetta er svo smátt að ég þreytist ótrúlega í lófanum sem heldur utan um stykkið. Líklega held ég allt of fast um það en oft verð ég að hætta því ég er komin með verk í þumalinn og lófann.
It has really been a surprised how much fun I´m having when I´m crocheting amigurumi figure. What troubles me is that this is so small thing to crocet that I get very tired in the palm of my hand when holding the piece I´m croceting. I probably hold it too hard about it and because of that I often have to stop because I got a pain in the thumb and palm.

No comments:

Post a Comment