Thursday, July 5, 2012

Skátahúfa

fyrir flottan skátastrák. 
Scout hat for a nice boy scout.


Frændi minn er að fara á Landsmót skáta í sumar og ákvað félagið hans að allir skátarnir í því yrðu með prjónaða húfu merkta félaginu með sér. Að sjálfsögðu bauðst ég til að prjóna húfuna því mér finnst mjög gaman að fá óvænt verkefni í hendurnar.
My cousin is going on big scoutmeeting this summer and his club decided that all the members would have on a knitted cap with the name of the club. Of course I offered to knit the cap because it feels very nice to get unexpected task to knit.


Í fyrstu framsetningu af uppskriftinni fékk maður frekar litlar upplýsingar um hvernig ætti að prjóna húfuna en síðan var það lagað og þá var frekar auðvelt að fylgja uppskriftinni. Það eina sem hefði mátt vera til viðbótar í henni var að setja fram hvað átti að prjóna margar lykkjur frá miðju að aftan áður en byrjað var á munstrinu. Kanski er búið að bæta því við, ég hef ekki tékkað á því.


Hér má síðan sjá skátastrákin flotta með húfuna sína.
Here above you can see my scoutcousin with his hat.


Ég er búin að hekla mér glasamottur eftir African flower munstrinu. Fyrsta skammtinn gaf ég systur minni í afmælisgjöf. Það er líklega sama hvaða liti maður setur saman, þeir koma alltaf vel út.
I've been crocheting more coasters after the African flower pattern. Now I made them for me, those first I made I gave my sister for her birthday. There is probably no matter what colors you put together, they always look good.

No comments:

Post a Comment