Saturday, March 24, 2018

Klárað prjón

Fyrir jól prjónaði ég nokkrar jólagjafir.
Pabbi minn hefur verið svo duglegur að fara út að ganga með hund sem er á heimilinu. Þegar allir eru í burtu langan vinnu- og skóladag, kemur hann og fer út með hundinn fyrir okkur.
Ég ákvað að prjóna á hann hlýja og fallega peysu. Þessi varð fyrir valinu og fannst mér hún koma mjög vel út. Munstrið er fallegt og skemmtilegt að prjóna það. 
Hægt að finna uppskriftina að peysunni hér
 Einnig gerði ég sjal sem ég gaf í jólagjöf. Það er frekar fínlegt og með gatamunstrinu verður það dáldið blúndulegt.



No comments:

Post a Comment