Freistingarnar eru bara svo margar. Ég segi alltaf ef einhver er hissa á öllu garninu sem ég á að það var eins gott að ég féll fyrir garni en ekki einhverju öðru eins og víni. Ég veit ekki hvar ég væri stödd þá. En ég held að ég sé eins og alki í vínbúð þegar ég fer í garnbúð, mig langar í allt og á ótrúlega eftitt með að velja og ekki að ræða það að labba út með ekkert í poka.
Þetta garn keypti ég í garnbúðinni í Hveragerði. Það er ótrúlega mjúkt og gott viðkomu og samt 100% ull. Unnur, sem er með mér í Prjónapínum, er búin að prjóna sjal úr sínu garni og það er svo mjúkt viðkomu að meira að segja ég gæti verið með það um hálsinn og ekkert á milli. Ég þarf að fara að prjóna eitthvað úr því. Þegar jólagjafirnar klárast....... vonandi fyrir miðnætti á Þorláksmessu........ og engir tveir eins vettlingar á vinstri........ og enginn á hægri!!!!
No comments:
Post a Comment