Garn sem hæfir prjónastærð. Ég hef notað Lanett og Dale baby.
Handstúkurnar eru prjónaðar á 5 prjóna.
Munstur:
Kaðall :
1. - 3. umf: Prjóna 1 brugðna lykkju, 4 sléttar, 1 brugðna lykkju.
4. umf: prj 1 brugðna lykkju, setja 2 lykkjur á hjálparprjón, prjóna 2 lykkjur, prjóna lykkjur af hjálparprjóninum, prjóna 1 brugðna lykkju.
Endurtakið þessar 4 umf.
Gataprjón:
1. umf: Slá bandi yfir prjóninn, taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 1 lykkju, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir, prjóna 1 lykkju, prjóna 2 lykkjur saman, slá bandinu yfir prjóninn
2. umf: Slétt prjón
3. umf: Prjóna 1 lykkju, taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir, slá bandi yfir prjóninn, prjóna 1 lykkju
4 umf: prjóna slétt
Endurtaka þessar 4 umf.
Fitjið upp 60 lykkjur. Prjónið stroff á eftirfarandi hátt.
1. umf: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin
2 umf: slétt
Endurtakið þessar 2 umf. 4 sinnum.
Eftir það er prjónað slétt. Munstur er staðsett þegar byrjað er að prjóna slétt.
Staðsetning munsturs: Prjónið 27 lykkjur , prjónið munstur yfir næstu 6 lykkjurnar, prjónið 27 lykkjur.
Prjónið 7 cm. Þá á að taka 2 lykkjur úr hvorri hlið og hafa 2 lykkjur á milli úrtakanna.
Prjónið þar til allt stykkið mælist 13 cm, takið þá 2 lykkjur úr hvorri hlið (eins og eftir 7 cm.).
Prjónið þar til allt stykkið mælist 17 cm. Aukið þá út um 2 lykkjur í hvorri hlið og hafið 2 lykkjur á milli útaukninganna.
Prjónið 4 umf. Aukið þá út um 2 lykkjur þumalfingursmeginn.
Prjónið 6 umf. Aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið.
Prjónið þar til allt stykkið mælist 22 cm.
Nú er þumall staðsettur fyrir hægti hönd: Prjónið fyrstu 8 lykkjurnar yfir á hjálparband, setjið þær aftur upp á prjóninn og prjónið slétt þar til allt stykkið mælist 27 cm. Prjónið þá 4 umf stroff. Fellið af.
Þumall: Takið upp samtals 19 lykkur og prjónið 4 umf. slétt. Prjónið síðan 4 umf stroff. Fellið af.
Prjónið hina handstúkuna eins nema staðsetjið þumalinn á síðustu 8 lykkjurnar á prjóni 2. Það þarf að passa að hann verði spegilmynd handstúkunnar sem er búin.
Frágangur: Gangið frá öllum endum.
No comments:
Post a Comment