Wednesday, February 2, 2011

Bókalestur

Mér finnst alltaf gaman að lesa og í rauninni nauðsynlegt að lesa upp í rúm áður en ég fer að sofa svo ég fái góðan svefn.
Fyrir stuttu kláraði ég bókina Vitavörðuninn eftir Camillu Lackberg. Helsti galli bókarinnar var sá að hún rændi mig svefninum svo spennandi og skemmtileg var hún.

Ég mæli eindregið með þessari bók: Hún er ekki bara spennu og fjölskyldusaga heldur skilur hún eftir sig umhugsun um heimilisofbeldi og hve konur, börn og vel meinandi fólk stendur varnarlaust gagnvart þeim fólum sem fá einhverja fróun í því að berja konur sínar og börn.



Rétt fyrir áramót kláraði ég Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Mér fannst þessi bók góð en frekar þung aflestrar. Ég var farin að kvíða fyrir því í hvaða ógöngum aðalsöguhetjan lenti næst og það var orðið þannig að þegar góðu tímabilin voru orðin nokkuð löng varð ég að leggja frá mér bókina því erfiðleikarnir voru framundan. Ég las bókina því að ca 4 mánuðum. Og nokkrar bækur með henni. Kirkja hafsins er samt þannig að það var ekki hægt að hætta að lesa hana. Ég varð að klára hana. Mannlífslýsingarnar á Spáni og Barcelona á þessum tímum voru ótrúlegar. Mannfyrirlitningin og virðingarleysi aðalsins fyrir almúganum þannig að maður þakkar fyrir að búa við lýðræði en ekki annað stjórnform.